Author: Ragna

  • Flensan að baki – næstum því.

    Þá er maður nú sæmilega búinn að afgreiða þessa fjárans flensu. Ég er búin með fúkkalyfið sem ég fékk og komin á fætur. Röddin er meira að segja að verða eðlileg. En, mikið ferlega er maður samt slappur. Nú bíð ég bara eftir því að komast út að ganga, ætli ég þori það þó fyrr…

  • Fjárans flensan.

    Ég virðist ekki hafa þolað mengunina og óhófið í borginni um helgina. Ég hafði það alla vega af að krækja mér í flensu. Það er svo langt síðan ég hef fengið flensu og beinlínis þurft að liggja í rúminu, að ég man ekki einu sinni hvenær það var. Nú ligg ég sem sagt og les…

  • Konudagurinn.

    Hjá mér hófst konudagurinn á því að ég fór í messu í Selfosskirkju og þegar ég var nýkomin heim úr kirkjuferðinni þá kom Magnús Már með blómvönd sem hann færði tengdó í tilefni dagsins. Einstaklega fallega hugsað og framkvæmt. Edda systir mín hringdi síðan og bauð mér í kaffi og tertur og svo kom sendill…

  • Föstudagsumferðin í höfuðborginni.

    Haukur var að byrja að vinna aftur á föstudagskvöldið og fór því í bæinn eftir hádegið þegar við vorum búin að fara í langan góðan göngutúr. Já, ég ætla nú ekki að gleyma að segja frá því að veðrið var alveg yndislegt á föstudaginn. Nokkru eftir að Haukur fór, þá datt mér í hug hvort…

  • Í bíó o.fl.

    Ég ætlaði sko ekki að nefna veðrið í þetta sinn, en hvernig er hægt að búa á Íslandi án þess að nefna veðrið sem er svo mikill áhrifavaldur í öllu sem maður gerir. Það hafa líka verið fjörugar umræður á orðabelgnum mínum einmitt um veðrið svo kannski ætti ég að tala miklu oftar og meira…

  • Auðvitað ekkert til að kvarta yfir.

    Þá er nú helgin að baki og enn snjóar og síðan spáð rigningu og roki eftir helgina og svo á aftur að kólna. Þeir sem eru gigtveikir eru sífellt að berjast við þennan erkióvin sem veðrið getur verið á stundum.Ég reyni nú yfirleitt að vera frekar jákvæð en ég verð að viðurkenna að ég er…

  • Trúin flytur fjöll.

    Jæja, þá er maður kominn á beinu brautina aftur. Í gær horfði ég á "Í býtið" þar sem ráðlagt var að búa sér til safa úr vatnsmelónu og mintulaufi og drekka það óspart til þess að hreinsa burtu saltið og ósóma síðustu daga. Ég fór því í Bónus og fann þar þessa líka stóru, fínu…

  • Algjört ístöðuleysi.

    Þá er nú aðal bolludagurinn og sprengidagurinn að baki og sem betur fer er næsta hátíð, sem óhjákvæmilega hefur át í för með sér, ekki fyrr en um páska. Ætli það sé eitthvert sér einkenni á okkur Íslendingum að þurfa alltaf að belgja okkur út, ýmist á mat, rjómabollum, súkkulaði eða öðru góðgæti í hvert…

  • Í góðum gír.

    Ég átti góða daga í borginni okkar alveg frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Það var ýmislegt á dagskránni. Ég fékk tíma hjá honum Jakobi sjúkraþjálfara bæði á fimmtudag og föstudag, sem gerði það að verkum að ég naut helgarinnar margfalt. Þegar ég kom svífandi út frá honum á föstudaginn sótti ég Sigurrós og við…

  • Ekki búin að gleyma.

    Bara til þess að láta ykkur vita að ég er ekki búin að gleyma dagbókinni minni þá er ég búin að vera í borgarferð (Reykjavík), síðan á fimmtudag og kom aftur heim í dag. Ætli ég láti ekki verða af því á morgun að segja ykkur hvað á daga mína hefur drifið þennan tíma. Núna…