Author: Ragna

  • JÓI OG SIGURRÓS – TAKK FYRIR NÝJA ÚTLITIÐ

    Mikið rosalega varð ég glöð í kvöld þar sem ég var stödd hjá Guðbjörgu og Magnúsi Má, þegar Magnús kom og hrósaði nýju síðunni minni. Það kom mér svo sem ekki alveg á óvart að ég myndi fá nýtt útlit einhvern daginn, því ég vissi að þau Jói og Sigurrós væru að hanna nýtt útlit…

  • TÆKNIVÆDDA FJÖLSKYLDAN

    Mikið hræðilega er erfitt að byrja upp á nýtt þegar maður er búinn að skrifa heilmikið í bloggið sitt og fer svo aðeins inn á aðra síðu. En, þegar á síðan bara eftir að smella á birta kemur í ljós að ekki var búið að vista og allt dottið út. Af sérstökum ástæðum ætla ég…

  • Sunnudagur.

    Þegar ég var svona sæmilega komin á kreik í morgun ákvað ég með stuttum fyrirvara að skella mér í messu til séra Gunnars. Ég gekk inn í kirkjuna á slaginu ellefu. Ég sá mikið eftir að hafa ekki vitað að presturinn var veikur og að Djákninn var með svona barna/fjöllskyldumessu. Ég hefði þá alla vega…

  • Góður dagur.

    Ég hef nú verið svona að dúllast í allan dag. Ég byrjaði á því að skipta á rúminu í morgun og þvo. Síðan ákvað ég að manna mig nú upp í að skera niður nokkra tuskubúta og kláraði að mestu að sauma úr þeim dúk á eldhúsborðið. Síðan var ég svo heppin að Guðbjörg hringdi og ég fór…

  • A Scent of a woman.

    Eftir sjúkraþjálfunina um hádegið fór ég og sótti Karlottu til þess að við gætum átt okkar góðu föstudagsstund. Við vorum hinsvegar rétt búnar að borða og vorum að ræða hvað við ætluðum að gera þegar Guðbjörg kom og sótti hana. Karlotta átti nefnilega að mæta í afmæli og það átti eftir að kaupa gjöfina. Það…

  • Snjómoksturinn.

    Ég vaknaði við skröltið í snjóruðningstækjunum klukkan að ganga níu í morgun. Ég gat nú svosem fyrirgefið það þar sem ég hafði sofið sæmilega í nótt og það var alveg tímabært að koma sér á fætur.Þegar ég kíkti út þá sá ég að það var búið að ryðja vegg fyrir innkeyrsluna hjá mér. Ég sá…

  • Smáfuglarnir og snjórinn.

    Það er óhætt að segja að fljótt skipast veður í lofti. Það hefur ekki séð út úr augum hér í dag. Ég vorkenndi svo smáfuglunum að fá ekkert korn í dag svo ég fór inní bílskúr og fann þar gamlan snjógalla sem Sigurrós átti þegar hún var unglingur. Ég tróð mér í hann og stakk mér…

  • Svona var Selfoss í dag.

    Í yndislega veðrinu í morgun kom bara eitt til greina þegar við vorum að spá i hvað við ættum að gera fyrir hádegið. AÐ FARA Í GÖNGUTÚR.  Ég hafði sem betur fer myndavélina með mér og hér er árangurinn. Eftir hádegið bónaði Haukur bílana og  ég fór í vatnsleikfimina. Eftir góðan kvöldmat ákvað Haukur svo…

  • Út að borða o.fl.

    Þá er nú helgin á enda og byrjað að síga á seinni hluta janúar.  Síðasta vika var nú frekar tíðindalítil hjá mér enda veðrið og færðin þannig að það var ekki mjög spennandi að vera á ferðinni. Á föstudaginn sótti ég Karlottu í skólann og vonandi náum við að halda föstudögunum fyrir okkur það sem eftir…

  • Mismæli – mistök og meiri snjór.

    Ég heyrði alveg frábær mismæli hjá þul ríkisútvarpsins í gærmorgun. Það sem ég heyrði var svona: ” PALLÍETTU-JAKKARNIR KOMNIR, VERKF….., NEI HÉR URÐU ÞUL Á MISMÆLI PALLET-TJAKKARNIR KOMNIR. VERKFÆRALAGERINN SKEIFUNNI.” Ég vorkenndi konunni því hún varð að halda niðri í sér hlátrinum á meðan hún þurfti að komast í gegnum næstu auglýsingar. ——– Svo er annar…