Author: Ragna

  • Nálastungur og annað dekur í borginni.

    Ég er búin að vera í borginni síðan á sunnudag. Ég þurfti að vera þar á mánudaginn en Haukur var að byrja vinnusyrpu svo ég ákvað að vera bara hjá Sigurrós og Jóa í þetta sinn. Þegar ég kom í bæinn þá var Sigurrós í Kringlunni svo ég hitti hana þar. Hún kláraði það sem hún…

  • Jólalok.

    Þá hafa nú enn ein jólin kvatt með kurt og pí. Við kvöddum jólin saman núna á þrettándakvöld við Haukur, Magnús Már, Guðbjörg, Karlotta og Oddur Vilberg með því að borða saman kjúklinga með kalkúnafyllingu og svo drifum við okkur á álfabrennuna og flugeldasýninguna. Á nýjársdag vorum við mætt í kuldanum þegar átti að kveikja í…

  • Hugleiðing í ársbyrjun.

    Þá eru nú jólin liðin og nýtt ár gengið í garð. Þegar ég lít yfir árið sem ég var að kveðja þá sé ég enn betur hvað ég er lánsöm og hvað ég hef haft það gott.  Það er yndislegt að eiga góða fjölskyldu sem alltaf keppist við að láta mér líða vel og góða…

  • ÁRAMÓTIN FRAMUNDAN.

      KÆRU ÆTTINGJAR OG VINIR NÆR OG FJÆR ÉG ÓSKA YKKUR ÖLLUM ÁRS OG FRIÐAR Á NÝJU ÁRI OG ÞAKKA YKKUR FYRIR ÁNÆGJULEGAR SAMVERUSTUNDIR Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA. GÖNGUM HÆGT UM GLEÐINNAR DYR OG MUNUM AÐ NJÓTA ALLRA LITLU AUGNABLIKANNA SEM LÁTA OFT EKKI MIKIÐ YFIR SÉR. KÆR KVEÐJA, RAGNA

  • JÓLAKVEÐJAN MÍN TIL YKKAR ALLRA KÆRU V INIR.

      Kæru vinir! Þá styttist óðum í blessuð jólin. Nú fer kyrrðin að færast yfir og gott að setjast niður við kertaljós og hlusta á einhvern af þessum fallegu jóladiskum sem við dustum rykið af jól eftir jól.  Ég var að klára að pakka inn jólagjöfunum í kvöld og að því loknu var ósköp notalegt að setjast…

  • Aðventan 2004

    Þessi aðventa hefur verið mjög skemmtileg og notaleg. Ég hef ekkert þurft að stressast til Reykjavíkur í stórmarkaðina og það er nú mesti munurinn. Á meðan ég bjó í bænum fannst manni alltaf að eitthvað þyrfti að fara í Kringluna til að versla. Svo eyddi maður heilu dögunum í að rápa þarna um og kom heim…

  • Nýtt Selfoss-bíó

    Við Haukur drifum okkur í gærkvöldi að skoða nýja Selfossbíóið. Þetta er alveg stórfínt og sætin mjög góð. það er “kompliment” frá mér, að sætin í bíó séu góð því mjög oft held ég varla út bíómynd vegna sætanna. Hinsvegar veðjuðum við kannski ekki alveg á réttu myndina Ocean twelve  Þetta mun vera framhald af annarri sem…

  • Síminn – framhald.

    Ég vil bara segja ykkur að þeir hjá Símanum eru búnir að skipta út hjá sér “sætinu” sem tengingin mín fer í hjá Símanum og ég er alveg hætt að detta út, þ.e.a.s. í tölvunni 🙂  Ég fór fram á einhverjar skaðabætur fyrir alla vinnuna sem búið er að leggja í þetta á mínu heimili algjörlega að…

  • ADSL vandræðunum vonandi lokið.

    Ég er að vona að raunum mínum vegna ADSL tengingarinnar sem hefur verið að detta út hjá mér meira og minna í margar vikur fari að ljúka.  Ég er búin að vera að berjast við Símann í svo langan tíma og alltaf hafa þeir sagt að það væri eitthvað að í tölvunni hjá mér. Magnús Már er búinn að skipta út…