Author: Ragna

  • Frænkur og jólahlaðborð.

    Ég hef nú átt góðar stundir undanfarið þó að nokkur erill hafi verið eins og gengur á þessum árstíma. Dana María dótturdóttir Hauks kom hérna á fimmtudagskvöldið og borðaði með okkur og við sátum og spjölluðum fram eftir kvöldi við notaleg jólaljósin. Alltaf svo gaman þegar unga fólkið nennir að sitja og spjalla við okkur gamlingjana.  Haukur…

  • Loksins

    Þið hafið auðvitað haldið að ég hafi bara drukknað í minningunum við að skrifa á jólakortin, en svo slæmt var það nú ekki. Það hefur hins vegar verið nóg hjá mér að gera og svo er aðalmálið náttúrulega að ég er í svo slæmu sambandi við Símann að ADSL-ið sparkar mér bara óspart út og…

  • Jólakort/Minningar

    Það er alltaf einstök tilfinning sem fylgir því að skrifa á jólakortin og jólabréfin. Best finnst mér að gera það þegar ég er ein heima því þá er ekkert sem truflar mig í að upplifa liðinn tíma. Það er nefnilega svo að við hvert nafn sem maður tekur fyrir á listanum koma upp í hugann…

  • Nýja sögnin

    Ég held að ég hafi fundið upp nýja sögn í dag. Sögnina að jólast. Ég held a.m.k. að ég hafi ekki heyrt hana áður. Á laugardaginn fór ég í saumaklúbb hjá Eddu Garðars og borðaði þar dýrindis máltíð í hádeginu og svo fengum við nammi,nammi tertu í eftirmat og fulla skál af konfekti.  Maður er…

  • Of snemmt.

    Það eru ekki bara verzlunareigendur sem koma allt of snemma með jólaskraut og tilheyrandi auglýsingar, heldur hafa máttarvöldin illilega ruglast í ríminu líka og eru búin að láta okkur fá jólasnjóinn 16. nóvember, eins og sjá má af myndunum sem ég tók í dag . Ég bara vona að við fáum uppbót á aðfangadag svo jólin…

  • Sérstakur afmælisdagur

    Ég vaknaði snemma í morgun því ég ætlað að vera í borginni í dag með stelpunum mínum. Kíkti samt fyrst á póstinn minn í tölvunni og auðvitað var góð afmæliskveðja frá Eddu Garðars, sem aldrei gleymir vinkonunni sinni.Guðbjörg og Magnús Már sóttu mig uppúr níu, en þeir feðgar Magnús og Bjarki voru að skreppa með…

  • Enginn gleymdur.

    Hér er svona smá viðbót við helgarfærsluna um frænkuhittinginn. Það voru nefnilega tvær frænkur sem ég nefndi ekki. Ég hef nú afsökun af því þær búa svo langt í burtu að þær eiga þess ekki kost að mæta þegar við hittumst. Erna býr á Bornholm og Hulda í Oxford. Ég vil bara að þær viti að þær voru sko…

  • Loksins komnar inn nokkrar myndir.

    Já, loksins er ég búin að koma inn myndum sem ég tók fyrr í haust. Nokkrr þegar við vorum að flísaleggja og  aðrar sem við tókum þegar við Sigurrós, Guðbjörg og Magnús Már  fórum ásamt Karlottu og Oddi í sumarbústaðinn að Flúðum. Betra seint en aldrei. Svo eru nokkrar sem ég tók þegar Avon ladies komu…

  • Viðburðarrík helgi.

    Já það er mikið búið að vera í gangi þessa helgi. Í gær var haldin mikil hátíð í Lista- og meinningarverstöðinni á Stokkseyri til heiðurs mági mínum Jóni Inga. Það fór ekkert á milli mála að hann er elskaður og dáður fyrir tónlistarkennslu sína á Suðurlandi s.l. 50 ár. Hann komst fyrst á blað sögunnar eftir að hann stofnaði…

  • Fallegt heimili nágrannakonunnar.

    Í morgun fórum við systurnar í heimsókn til nágrannakonu okkar Steinunnar, sem býr á móti mér hérna í Sóltúninu en hún var búin að bjóða okkur að líta inn hjá sér. Hún er með okkur í vatnsleikfiminni, ein af okkur fjórum sem búum hérna á sama ferningnum og allar í vatnsleikfiminni saman. Það var eins…