Author: Ragna

  • Stuttmyndir.

    Daginn í dag byrjaði ég á því að vera í biðröð í tæpan klukkutíma til að fá nagladekkin undir bílinn. Og ég sem hélt að ég væri sú eina sem væri svona taugaveikluð að láta setja nagladekkin undir áður en fyrsti snjórinn kemur. En tilfellið er að þegar maður þarf að fara yfir Hellisheiðina má…

  • Enn og aftur.

    Ég var að tala um það eftir helgina hvað það er nú gott að eiga góða að. Í gær þegar ég var búin að fara í vatnsleikfimina, skrapp ég  í Grundartjörnina að smakka á afgöngum frá saumaklúbbnum sem Guðbjörg var með kvöldið áður því mér fannst ég búin að vinna mér inn fyrir nokkrum kaloríum eftir…

  • Undarlegar tíu fréttir

    Það var undarlegur fréttatíminn klukkan 10 í morgun. Það var jú talað um gosið í Vatnajökli en að því loknu kom:“Fleira er ekki í fréttum” Bíddu nú við, ef ekki hefðu verið fréttir um gosið, hefði þá verið sagt:“Engar fréttir eru í þessum fréttatíma”. Mér er bara spurn?

  • Kennaraverkfallið o.fl.

    Mikið gengur nú annars á í þjóðfélaginu um þessar mundir. Ekki er séð fyrir endann á kennaraverkfallinu, svo er það skandallinn hjá Olíufélögunum og íslendingar lenda í sprengjuárás, svo nokkur af stærstu atriðunum séu nefnd. Er það nokkur furða að landið sjálft fari að bylta sér eins og nú á sér stað í Grímsvötnum. Nei, mér…

  • Tölvuósætti.

    Ég og tölvan mín höfum verið upp á kant hvor við aðra síðustu daga. ADSLið alltaf að detta út og póstforritið fór í rúst. Allt út af E-maili sem ég fékk í vikunniog hélt að væri frá einni, sem ekki gat komið þegar vinkonurnar úr vinnunni komu hérna um daginn, en pósturinn var með hennar nafni sem sendanda…

  • Óvænt uppákoma.

    Af því að ég er nú í því að skrifa um aulahátt minn þá verð ég að bæta einu í viðbót. Í þeirri von samt að ekki standi yfir mér menn með spennitreyju þegar ég vakna í fyrramálið. Ég var nú búin að segja frá þvottavélaruglingnum og gleymskunni á rúmfötunum  en ég hló svo mikið…

  • Í útjaðrinum.

    Munurinn á því að búa úti á landi eða í Reykjavík er sá meðal annars, að allt verður eitthvað svo miklu persónulegra utan Reykjavíkur. Ég heilsa t.d. mun fleira fólki þegar ég fer í ýmsa þjónustu hér heldur en meðan ég bjó í borginni. Til dæmis heilsar ein stúlkan sem vinnur í apótekinu mér alltaf…

  • Flúðaferð.

    Guðbjörgu datt það snjallræði í hug að fara með fjölskylduna í sumarbústað að Flúðum um helgina og “amma” fékk að njóta þess að fara líka og Sigurrós kom austur með rútu til að slást í hópinn. Svo þeir sem mættir voru á staðinn voru sem sagt, eins og Sigurrós skrifaði í gestabókina; þrír kennarar, tvö…

  • Í góðravinahópi.

    Mér fannst svo tilvalið að halda áfram með sunnudagskaffið svo við ákváðum að kalla á stelpurnar hans Hauks á síðasta sunnudag. Það var bara ágæt mæting og komu þau af börnum og barnabörnum hans sem á landinu eru og meira að segja hálfbróðir þeirra líka. Því miður eru Hulla og fjölskylda fjarri góðu gamni en Dana…

  • Viðvörun Úps 🙁

    Ég var nú að hugsa um að þegja yfir því sem kom fyrir mig í vikunni en ákvað svo að leyfa ykkur að hlæja með mér að elliglöpum mínum. Ég ákvað að þvo á fimmtudaginn, sem er nú í sjálfu sér ekki fréttnæmt því það gerist nú sem betur fer reglulega á mínu heimili. Ég var búin…