Author: Ragna

  • Laugardagur í betri kantinum.

    Það var saumaklúbbur hjá Önnu í dag. Við hittumst um hádegið eins og við höfum gert síðustu skipti. Líklega höldum við bara þeim sið að hittast í hádegi á laugardegi.  Haukur hringdi í mig klukkan fjögur og spurði hvort hann væri að trufla mig við að keyra og varð alveg undrandi þegar ég sagði honum…

  • Hættulegar borgarferðir.

    Það var nú ekkert hættulegt að hitta bæklunarlækninn því hann var mjög ánægður með handverkið sitt og með árangur minn í eftirmeðferðinni. Það eina sem hann bannaði mér að gera að svo stöddu var að hlaupa því þá gæti ég brotið tána um aðgerðarsvæðið, það ku hafa komið fyrir mætan mann sem líka var svona…

  • Hvað er ég eiginlega að hugsa að vera ekki búin að færa dagbókina í heila viku eins og þetta hafa nú verið góðir dagar. Ég hef samt smá afsökun því ég hef verið slæm í bakinu og að sitja hefur verið verst. Þess vegna tók ég mig til á sunnudagsmorgninum og fór að baka alls…

  • Vatnsleikfimi og göngutúr. Húrra fyrir því.

    Í gær ákvað ég að nú væri mál að skella sér aftur í vatnsleikfimina. Veðrið var orðið mun skárra þó enn væri hvasst en það var þó komin sól. Ég ætlaði nú að sleppa því að fara út í heita pottinn en það er svo skemmtilegt að fara aðeins í heita pottinn og hitta kellurnar…

  • Meira óveðrið.

    Mikið rosalega var hvasst í gærkvöldi og nótt. Ég þóttist nú búin að ganga vel frá öllu til að geta sofnað róleg en gat samt gat ég alls ekki sofnað í gærkvöldi því ég var alveg viss um að bílskúrshurðin sem er í einingum myndi brotna því vindurinn stór beint upp á hana og það…

  • Gifsið burt og heimsókn til höfuðstaðarins.

    Best að byrja á syndajátningunni.  Ég kem beint að efninu. Gifsið er farið af. Þegar ég segi farið af þá verð ég að játa að ég tók það af s.l. miðvikudag. Það má kannski segja að það hafi verið óhemjugangur hjá mér að bíða ekki fram á helgi en Trausti sjúkraþjálfarinn minn hérna fyrir austan studdi…

  • Sólardagur að hausti.

    Mikið var yndislegt veðrið í gær.Um daginn þegar vonda veðrið var þá gerðum við allt vetrarklárt á pallinum okkar góða og sáum ekki fyrir okkur að það ætti eftir að koma a.m.k. einn sólardagur í viðbót. Hver veit nema þeir eigi eftir að verða fleiri. Við reistum borðin á pallinum aftur á fjóra fætur, fundum dúka…

  • Sigurrósarhelgi.

    Sigurrós kom og bjargaði fyrir mér helginni. Þakka þér fyrir Sigurrós mín. Það er nefnilega farið að reyna á þolinmæðina hjá mér að vera með þetta gifs á fótunum. Það er annars merkilegt að ég var ekkert nema þolinmæðin í fjórar vikur en núna þegar komið er að fimmtu vikunni og ég farin að sjá…

  • Góðir gestir.

    Ég bauð öldruðu vinunum mínum af Heilsustofnun í Hveragerði að koma í kaffisopa til okkar Hauks í Sóltúnið s.l. fimmtudag. Margrét var með bílinn sinn svo við þurftum ekki að sækja þau en auk hennar þá komu Eva og Daníel og Sigurbjörg (91 árs) Haukur bakaði stafla af pönnukökum og það var drukkið spákaffi því…

  • Sagan af nýja gifsinu. Taka 1-2-3 og 4

    Á mánudaginn, þann 12. september var komið að því að saumarnir yrðu teknir út fótunum á mér og ég fengi nýtt gifs til þess að spígspora á næstu þrjár vikurnar. Það varð úr að ég fór með rútunni frá Hveragerði klukkan sjö um morguninn og elskulega vinkonan mín hún Edda Garðars beið eftir mér á…