Author: Ragna

  • Kennarar – hugsjón.

    Ég ætlaði mér að skrifa ýmislegt sem á daga mína hefur drifið undanfarið en mér er svo ofarlega í huga yfirvofandi kennaraverkfall að ég kem bara engu á blað. Mig langar til að benda á blogg Sigurrósar og skólasystur hennar Helgu sem vert er að lesa.  Sjálf verð ég svo reið, þegar ég heyri fólk tala um að kennarar…

  • Enn í Hveragerði

    Heil og sæl! Ég er enn að spóka mig í Hveragerði og allt gengur vel. Nú er bara að vita hvað læknarnir segja á mánudaginn þegar taka á saumana og setja nýtt gifs. Ég held mig sem fyrr með eldri borgurunum og líkar það vel. Þetta er án efa skemmtilegasta fólkið. Nei, þetta segi ég…

  • Helgarfrí/Kær kveðja

    Jæja kæru vinir, bara nokkrar línur til að láta ykkur vita að allt gengur vel. Já, það gengur allt vel með fæturna á mér – eða ég held það a.m.k.   það var sniðið af táliðunum á báðum stórutám á mér á s.l. mánudag og sett gifs og spelkur. Læknirinn taldi að þetta hefði gengið vel…

  • Berjamór og blogghlé

    Sigurrós hringdi um hádegi í dag og spurði hvort ekki væri tilvalið að fjölskyldan skryppi í berjamó. Jú mamma var alveg til í það og þegar búið var að ræða við Hauk og Guðbjörgu var ákveðið að drífa bara í þessu. Sigurrós kom svo austur og Guðbjörg og krakkarnir komu með líka en Magnús var…

  • Bara tízkan sem gildir.

    Nú fer óðum að styttast í að ég verði komin með gifs á báða fætur. Ég er búin að hitta svæfingalækninn og á að mæta á mánudagsmorguninn í aðgerðina svo nú er niðurtalningin hafin fyrir alvöru.  Það er meiriháttar mál að finna einhver föt sem maður getur klæðst næstu vikurnar. Það er nefnilega svo fyrirferðarmikið…

  • Tæknin frábær.

    Nú er ég búin að prufa nýju vefmyndavélina sem Sigurrós og Jói gáfu mér.  Fyrst talaði ég við Sigurrós en hún skrifaði til baka því hún á ekki svona vél sjálf og síðan töluðum við Erna fræna á Bornholm saman en hún á svona vél. Þetta er einstaklega skemmtilegt og ekki spillir að með þessu…

  • Afmæli og borgarferð.

    Þeir halda áfram góðu dagarnir og enn er ekkert lát á.  Það er kannski ljótt að segja frá því en það liggur bara við að það væri ágætt að fá smá vætu fljótlega. Ég er ekki að biðja um neitt mikið bara svona smá fyrir gróðurinn, svo endilega ekki skamma mig ef það leggst í rigningar…

  • Góð heimsókn og ……

    Ég fékk góða heimsókn í gær í góða veðrinu.Birgit og Ingunn Ragnars komu um hádegið og við höfðum það notalegt hérna fram eftir degi.  Það er alltaf svo skemmtilegt að fá vini sína í heimsókn.   KOMIÐ AÐ ÞVÍ! Á meðan þær voru hérna í gær þá var hringt í mig af St. Jósefsspítalanum og mér tilkynnt að…

  • Borgarrölt með barnabörnunum.

    Í morgun fór ég í langan göngutúr hérna vestur með allri á. Það er svo yndislegt að fara þessar gönguleiðir hérna rétt við dyrnar hjá sér þar sem maður er kominn út í sveit, og ekkert heyrist nema niðurinn í ánni og fuglasöngurinn, eftir að hafa gengið bara nokkur skref. Um hádegið hringdi Guðbjörg og spurði hvort…

  • Börnin sjá hlutina í öðru ljósi.

    Ég gleymdi að birta eftirfarandi færslu um það sem gerðist á laugardagsmorgni  fyrir nokkru síðan Oddur Vilberg var hjá mér þennan morgun og við skruppum m.a. út í Nóatún. Á leiðinni til baka þá komum við að gatnamótunum við Kirkjuveginn en þar stöðvaði lögreglan umferðina því líkfylgd var að koma frá kirkjunni. Ég spurði stubbinn…