Author: Ragna

  • Sunnudagur í eldhúsinu.

    Í gærkvöldi var ég nokkuð ákveðin í að fara í kirkju en það varð nú ekki af því. Ég hafði nefnilega sest með moggann og varð hreinlega svo syfjuð að ég hélt að ég myndi sofna í messunni og því vissara að vera heima. Hinsvegar kveikti ég á útvarpsmessunni sem reyndist vera úr Bústaðakirkju. Ég var mjög…

  • Sóltún og Sælukot.

    Eftir þokuna í gærkvöldi þá var notalegt að vakna upp í sólarblíðu í morgun. Ég var búin að ákveða að slá garðinn en þar sem ég var komin á fætur fyrir klukkan níu þá taldi ég nú réttast að bíða svona til klukkan 10 með að ræsa sláttuvélina. Ég byrjaði þessvegna á því að vökva…

  • Fyrsta götugrillið í Sóltúninu.

    Loksins sýndi einhver þá framtakssemi að kalla saman íbúa götunnar til að grilla saman. Kærar þakkir þið sem hlut áttuð að máli. Ég hafði komist að því að enginn yrði heima í minni lengju nema ég og var nú ekki par ánægð með þá frammistöðu nágranna minna. Ég ákvað hinsvegar að láta það ekki skemma…

  • Enn einn hitabylgjudagurinn.

    Það var erfitt að sofna í gærkvöldi því hitinn í íbúðinni var um 30° þegar ég kom heim úr borgarferðinni. Mér hafði láðst það, þegar við fórum að heiman um morguninn, að draga fyrir gluggana í stofunni. Sólin var sem sagt búin að senda geislana sína inn um gluggana hjá mér allan daginn. Ég gat nú…

  • Reykjavík,Kópavogur,Reykjavík,Hafnarfjörður, Keflavík,Kópavogur,Selfoss

    Já ég hef sveiflast milli sveitarfélaga í  góða veðrinu í dag. Við lögðum upp snemma í morgun. Ég til að mæta í klippingu og snurfus hjá hárgreiðslukonunni minni í Reykjavík en Haukur til að taka sig til í Hafnarfirðinum, fara í klippingu og ganga frá ýmsu fyrir Danmerkurferðina. Þegar ég var orðin fín um hárið þá skrapp…

  • Fáránlegar framkvæmdir í góða veðrinu.

    Eins og öllum hér á Fróni er kunnugt þá hélt hitabylgjan áfram í gær. Við Haukur hugsuðum okkur gott til glóðarinnar og bjuggumst til að búa um okkur á pallinum og njóta þar góða veðursins og rósanna. Ekki fór þó svo að það gengi eftir fyrr en um kvöldmatarleytið. Það hafa staðið yfir framkvæmdir á…

  • Hitabylgja.

    Alltaf upplifir maður nú eitthvað nýtt í lífinu. Hitinn fór í dag í 27 gráður í forsælu. Það var samt svo merkilegt að af því það var ekki sól þá var fólk meira og minna kappklætt alla vega framan af degi.  Ég fór sjálf hjólandi til Guðbjargar og var bæði í bol og jakka. Ég sá…

  • Sigurrós í heimsókn o.fl.

    Vikan sem nú er á enda hefur verið sérstaklega ánægjuleg. Hún byrjaði á því að Guðbjörg og Magnús Már fengu afhent draumahúsið sitt sem nú er nýmálað, allt komið á sinn stað, gardínur fyrir gluggum og myndir á veggjum. Já það er ekki að sjá annað en þarna hafi þau alltaf búið. Það hefur verið…

  • Ég fékk góðan gest.

    Þegar ég kom heim seinni partinn í dag þá sá ég símanúmer á númerabirtinum hjá mér sem ég var forvitin að vita hver ætti svo ég hringdi. Þetta var þá GSM númerið hennar Helgu Guðmundsdóttur, góðrar vinkonu minnar sem var í sumarbústað á Laugarvatni en hana langaði að líta við hjá mér á leiðinni aftur í bæinn.…

  • Nýtt heimili /Grillveisla.

    Við vorum að koma heim úr frábærri grillveislu sem Magnús pabbi Magnúsar Más hélt.  Tilefnið var að nú eru Guðbjörg, Magnús Már og börnin flutt yfir í nýja húsið þeirra í Grundartjörninnni. Málningarvinnu var lokið og flutningurinn fór fram í gær. Það var mætt gott lið vaskra manna til að hjálpa til við flutninginn svo…