Author: Ragna

  • Mikið að gerast.

    Þá eru ekki nema tveir klukkutímar þar til verzlunarmannahelginni lýkur. Hún hefur nú ekki verið í hefðbundnum stíl hérna hjá okkur Selfossbúunum en samt afrekuðum við gömlu brýnin að komast aðeins í snertingu við útihátíðarstemninguna því við fórum á laugardaginn á hátíð Félags harmonikkuunnenda sem haldin var í Árnesi.  Við áttum pantað í bændagistingu en þegar við…

  • Góð gjöf.

    Sigurrós og Jói gáfu mér í gær vefmyndavél. – ÁSTARÞAKKIR –Nú get ég von bráðar talað við hana Ernu frænku mína á Bornholm sem er með svona tæki. það er frábært að geta talað saman og horft um leið á viðmælandann eins og hann sitji á móti manni. Vonandi verða fljótlega fleiri vinir og vandamenn sem eru erlendis…

  • Skruppum í dagsferð.

    Í göngutúrnum í morgun þá ákváðum við að skreppa í dagsferð eitthvað um suðurlandið eftir hádegið. Fyrst vorum við að spá í að fara í Haukadslsskóg en ákváðum svo að láta það bíða betri tíma og vorum svona að hugsa um að fara að Skógum. En það er nú svo með þessar óvissuferðir að maður veit…

  • Sunnudagur-kaloríur 🙁

    Við hófum daginn að venju á því að fara í göngutúr og í þetta sinn í nærri tveggja tíma göngutúr. Það má segja að við höfum gengið hringinn í kringum Selfoss. Það var nú ekki meiningin þegar við lögðum af stað en það var allt svo yndislega kyrrt og fallegt á þessum sunnudagsmorgni að okkur langaði…

  • Sumar hér og þar.

    Þetta hefur verið mjög fín vika og mikið var rosalega gott að fá einn rigningardag í vikulokin. Það var allt orðið svo þurrt bæði gróðurinn hjá okkur og líka ýmis vinnusvæði hérna í kring. Nú er ekki eins mikið ryk í loftinu og allt ferskt og fínt. Nú er ég komin á fullt í vatnsleikfimina og…

  • Alveg rosalega fínn dagur.

    Ég var svo heppin í dag að Edda Garðars vinkona mín kom austur um hádegi og við áttum allan daginn saman hérna stelpurnar, við erum nefnilega og verðum alltaf stelpur eins og þegar við kynntumst í barnæsku. Eftir að hafa setið í sólinni hérna í Sóltúninu þá fórum við og skoðuðum Selfoss. Ég held að það…

  • Til hamingju Sælukot!

    Ég fékk hringingu áðan og þegar ég svaraði þá var mér sagt að hlusta. Ég heyrði vatnsnið. Þar sem ég þekkti röddina og vissi hvað var í gangi þá jafnaðist þessi vatnsniður ekki á við nokkurn annan slíkan. Það var sem sagt verið að ljúka við að ganga varanlega frá vatnsmálunum í Sælukoti.  Þar sem við…

  • Palli var einn í heiminum 🙂

    Þegar ég var komin á fætur á laugardagsmorguninn þá leið mér eins og þegar “Palli var einn í heiminum”. Það var enginn heima í allri lengjunni hérna og enginn í húsunum í kring, Haukur var á Borgarfirði eystri, Guðbjörg og Magnús voru norður á Akureyri, Sigurrós og Jói í Kópavoginum og það greip mig eitthvert eirðarleysi.…

  • Grasagarður og ýmsar hugleiðingar.

    Við ætluðum að hittast þrjár vinkonurnar, undirrituð, Birgit og Ingunn Ragnars. Það var ákveðið að við hittumst í Grasagarðinum. Um hálf tíu í morgun fékk ég svo SMS frá Ingunni sem sagðist vera strandaglópur í flugvél á Kastrup flugvelli. Við Birgit ákváðum samt að hittast. Það var yndislegt að sitja fyrir utan veitingahúsið í Grasagarðinum í…

  • Unga fólkið í heimsókn.

    Við Haukur drifum okkur í góðan göngutúr í morgun og þegar við komum heim þá hringdi Sigurrós og var að spyrja um veðrið hérna því það var dimmt yfir og sólarlaust í Reykjavík. Það kom auðvitað í ljós að vitaskuld var sól í Sóltúninu og ég sagði þeim að drífa sig endilega með Hollendingana austur…