Author: Ragna

  • Hugsa fyrst og framkvæma síðan.

    Það var ótrúlega kalt í morgun eftir hlýindin í gær. Ég fór út um 10 leytið í morgun til þess að sækja Karlottu á skólavistina og fara með henni til þess að sækja sínar fyrstu einkunnir í lífinu. Það verður að notast við ömmu þegar mamma er líka að kenna 6 ára við sama skóla…

  • Sælukotshelgi og afmæli Sigþórs.

    Þegar komin er nótt á maður ekki að drífa í neinu nema koma sér í rúmið og fara að sofa. Ég hinsvegar gerði það sem ég átti ekki að gera en það var að skrifa bloggið og til þess að geta nú sett tengla á myndir helgarinnar fór ég að setja þær inn.  Ég var hinsvegar…

  • Saumaklúbbskvöld.

    Mikið hefur þetta verið góður dagur. Veðrið alveg einstaklega gott, svona dagur sem maður kemur varla í hús. Ég var komin út snemma í morgun og þvoði utan alla gluggana. Ég kíkti á hitamælinn um ellefuleytið og þá var 18 stiga hiti í forsælu. Ég borðaði auðvitað hádegissnarlið úti og réði eina krossgátu sem ég…

  • Ég var svo sannarlega ekki svikin af veðrinu í dag. Það var aðeins blautt grasið í morgun svo það var ekki hægt að byrja á slættinum og við byrjuðum því á að skreppa niður á Stokkseyri og kaupa nokkrar plöntur og síðan skellti Haukur sér í að slá og snyrta. Ég var svona aðeins að stússa eitthvað…

  • Gott fyrir gróðurinn.

    Alltaf verður maður að vera í Pollýönnuleiknum. Í dag vorum við búin að ákveða að slá og snyrta í kringum okkur og vinna ýmislegt í garðinum. Það er hinsvegar búið að rigna hvílíkt í dag að slíkt var óhugsandi. Þá bara varð maður að sjá það og viðurkenna að það er svo afskaplega hressandi fyrir…

  • Hvítasunnuhelgin.

    Alltaf er nú gott að vera heima og ekki síst á stórhátíðum. Malvan mín var sótt á laugardagsmorguninn og ég gat meira að segja kríað aðra út úr danskinum í Borg í Hveragerði þó ég hafi aðeins átt eina í pöntun. Nú bara vona ég að þær verði eins fallegar og í fyrra. Við Guðbjörg…

  • Garðurinn.

    Jói og Sigurrós gengu í gær frá sölu á íbúðinni sinni og kaupum á nýrri íbúð eins og þau skýra sjálf frá á sínum vefsíðum.  Gott þegar hlutirnir geta gengið svona fyrir sig.  Ég óska þeim bara hjartanlega til hamingju með þetta og vona að þeirra bíði hamingjuríkir dagar á nýja staðnum. Ég hef svona aðeins…

  • Bankakerfið o.fl.

    Ég, sem var tilbúin að taka á móti þessum fallega nýja degi byrjaði nú á því að verða öskureið þegar ég skoðaði póstinn í morgun. Þar var bréf frá KB banka þar sem mér var hótað lögfræðingi vegna ógreidds reiknings. Bíddu nú við, ég er með þjónustufulltrúa í Landsbankanum til þess að greiða alla mína…

  • Daglegt líf aftur.

    Maður er svona að venja sig við að vera farinn að lifa venjulegu lífi aftur eftir fríið. Nú kemur sem sagt engin Olla eða Sísí, eða hvað þær kalla sig nú blessaðar dömurnar sem komu og bjuggu um rúmin okkar á hverjum morgni á Mallorca og skiptu um handklæði og snerust í hringi með kústana sína.…

  • Myndirnar úr Mallorcaferðinni.

    Þá er helgin að baki. Sigurrós mín kom austur í gær. Ég var ekkert farin að hitta hana eftir að ég kom heim. Hún hjálpaði mér að setja inn myndirnar af Digital vélinni en ég hafði gert einhverja gloríu í tilraunum mínum svo ég fann ekki myndirnar þegar ég var búin að hlaða þeim inn í…