Author: Ragna

  • Í vikulokin.

    Þetta hefur verið mjög góð vika, – eru þær það ekki flestar??? Við Haukur höfum verið dugleg að fara í langa göngutúra og í þeim ferðum okkar höfum við tekið eftir því að vorið er bara rétt handan við hornið.  Allur gróður er mjög að taka við sér og alltaf að bætast raddir í fuglasönginn. Það hefur…

  • Smá pistill án fyrirsagnar.

    Við fórum í hvílíkan göngutúr í dag. Haukur vildi sýna mér leið sem hann fór um daginn nema hvað núna fórum við öfugan hring við það sem hann fór þá. Það gekk nú ekki í fyrstu tilraun að finna nákvæmlega leiðina en við gengum niður að nýja skólanum í Suðurbyggð og gegnum Suðurbyggðina og vestur…

  • Daglegt líf og gamlir vinir.

    Nú er það svart maður, allt ennþá hvítt 🙂 Það hefur aldrei verið mín sterka hlið að segja brandara en þessi gamli góði var svona smá tilraun. En það breytir því ekki að það er bara heilmikill snjór hérna.  Haukur kom austur í dag og var bara alveg hissa hvað það var mikill snjórinn. Hann…

  • Páskahretið ???

    Vonandi er það páskahretið sem er að ganga yfir. Veðrið sem núna geysar hér er með verri veðrum sem hafa verið í vetur. Rokið er svo mikið og snjókoman, að ég sé ekki yfir götuna. Ég sé aðeins út um gluggana sunnan við húsið, allavega nóg til þess að sjá að pallurinn hjá mér er kominn…

  • Þögn í 15 mínútur í stórri Flugstöð.

    Ég talaði við hana Angelu vinkonu mína í Englandi í dag.  Hún sagði að hún og Alick hafi verið stödd á Tenerife á Kanaríeyjum þegar hryðjuverkaárásin var gerð á Madrid. Nánar tiltekið á flugvellinum að bíða eftir flugi heim þegar tilkynnt var um árásina og jafnframt að hafa ætti 15 mínútna þögn í flugstöðinni til virðingar…

  • Tiltekt.

    Alveg er það dæmalaust hvað ég á erfitt með að henda t.d. gömlum fötum. Ég set svona til hliðar það sem ég er orðin leið á því ég get ekki hugsað mér að henda því strax, þrátt fyrir það að ég geng oft í fötum í allt að 10 ár, samt er svo erfitt ef það eru…

  • Góður laugardagur.

    Saumaklúbburinn: Um hádegið á laugardag komu þær brunandi “stelpurnar” úr saumaklúbbnum mínum (allar nema Fjóla sem ekki komst). Þær komu í blíðskaparveðri en við vorum búnar að hafa hvílíkar áhyggjur af veðurspánni, éljum á laugardag, en létum samt slag standa í þeirri von að veðurspáin gengi ekki alveg eftir í þetta sinn. Það stóð heima. Laugardagurinn rann upp…

  • Skólaskemmtunin.

    Karlotta bauð ömmu að koma á skólaskemmtunina hjá tveimur 6 ára bekkjum úr Vallaskóla í gær. Það var alveg himneskt að fylgjast með krökkunum. Þau voru ótrúlega kotroskin þegar hljóðneminn gekk á milli og þau kynntu sig. Síðan buðu þau gesti velkomna og var Karlotta í því hlutverki með annarri dömu. Síðan var svona smá söngleikur…

  • Uss, uss.

    Ég gerði svolítið af mér sem ekki var sko á dagskránni. Þannig er að ég átti safnkortsávísum frá Esso sem ég ætlaði að taka bensín út á í síðustu viku því ég hafði ekki fundið neitt í langan tíma sem mér hentaði af þessum tilboðum þeirra. Þegar ég talaði svo um það við afgreiðslumanninn að líklega endaði með því að…

  • Afmælin.

    Þá er nú Karlotta mín búin að bæta við sig ári og er orðin 7 ára. Hún var búin að bæði hlaupa og hjóla út um allt með boðskort í afmælið sem var síðan haldið í dag. Það voru aðallega skólasystkin hennar og vinir sem mættu að þessu sinni en ættingjarnir úr Reykjavík voru fjarri góðu…