Author: Ragna
-
Meiri nóttin!
—
by
Já það gekk á ýmsu hjá mér í nótt. Ég vaknaði einhverntíman um miðja nótt í hvílíku svartamyrkri að ég sá ekki handa minna skil. Ég náði nú að þreyfa mig áfram og staulast fram á klósett og ég held meira að segja að ég hafi hitt á réttan stað því það var ekki pollur…
-
Haustverkin.
—
by
Haukur er búinn að vera hérna síðan á þriðjudag og hvílíkt sem við erum búin að vera dugleg að gera allt klárt fyrir veturinn. Við kláruðum að bera á grindurnar í kringum pallinn. Síðan bar Haukur á bekkinn og blómakassana. Ég þvoði alla glugga og svo klikkti Haukur út með því í gær að bera…
-
Saumaklúbbur.
—
by
Klukkan er að verða eitt eftir miðnætti en líklega hef ég drukkið of mikið kaffi í kvöld því ég er ekki vitund syfjuð. Fyrsti saumaklúbbur vetrarins var í kvöld. Já það var ákveðið þegar ég flutti á Selfoss að ég skyldi hafa fyrsta saumaklúbb vetrarins og þann síðasta að vorinu svona til þess að öruggt…
-
Rokið
—
by
Það hefur nú fátt markvert borið við í dag enda veður með slíkum látum að fólk er ekki mikið á ferðinni. Ég hef aðallega verið að horfa út um gluggan til að fylgjast með myllunni minni sem ég hef verið dauðhrædd um að fjúki af stalli sínum og út í buskann. En hún hefur staðið veðrið fram…
-
Vont veður og nammi, namm.
—
by
Þá er nú kominn laugardagur. Mikið er hver vika fljót að líða. Mér finnst svo stutt síðan við Haukur fórum í ferðalagið um síðustu helgi. Á fimmtudagsmorguninn tók ég eftir tvennu. Í fyrsta lagi því að sólin er nú mun lægra á lofti. Í öðru lagi tók ég eftir því (mér til nokkurrar armæðu) að eftir að…
-
Langur pistill.
—
by
Tölvumálin: Ég hef verið svona ýmist í náðinni eða ekki hjá betra.is síðustu viku. Ég get ekki neitað því að ég hef verið svona léttstressuð yfir þessu því það er komið svo upp í vana hjá mér að kveikja á tölvunni á morgnanna, kíkja á póstinn og lesa hvað hinir skrifa í dagbækurnar sínar og setja aðeins…
-
Komið í lag!
—
by
Betra.is hefur staðið í flutningum og vefurinn þess vegna legið niðri. Nú hef ég hinsvegar ekki afsökun að sleppa blogginu því allt virðist vera komið í lag. Í gær gerði ég nú svo sem ekkert sérstakt og var alveg rosalega eitthvað þreytt og undirlögð af einhverjum krankleika. Ég hélt satt að segja að ég væri bara að…
-
Hvílíkur haustdagur.
—
by
Það heldur áfram að vera hvílíkt blíðuveður. Ég settist aðeins út eftir hádegið í síðum buxum og skyrtu, svona af því það er nú komið haust. Ég var fljót að fækka fötum og endaði á stuttbuxum og hlírabol og var samt alveg að kafna úr hita. Ég var að fara í gegnum Moggana sem höfðu…
-
Ferðasaga.
—
by
Ég ætla nú að byrja á því að setja hérna inn mynd af okkur Eddu Garðars sem var tekin í afmælinu hennar fyrir skömmu. Hún sendi mér þessa mynd á E-maili og mér þykir mjög vænt um að fá hana. Takk Edda mín ef þú lest þessar línur. Þá er nú helgin búin og konan svoldið lúin.…
-
Vantar lýsingu á Hellisheiðina!!!
—
by
Ég hafði góða afsökun að skrifa ekkert í dagbókina í gær því ég komst ekki inn á síðuna mína. Nú er hinsvegar allt komið í lag og engin afsökun. Ég fór í bæinn í dag og hitti hárgreiðslukonuna mína svo nú eru gráu hárin heldur færri í bili. Ég fór svo í Hafnarfjörðinn og við…