Author: Ragna
-
Sunnudagur
—
by
Ég var svona að dútla ýmislegt hérna heima framan af deginum. Sigurrós hringdi í morgun og sagði að sig langaði til að skreppa austur seinni partinn en fyrst yrði hún að fara upp í skóla og klára eitthvað fyrir morgundaginn. Hún var sko líka þar í allan gærdag að undirbúa eitthvað Við ákváðum síðan að…
-
Sælukot.
—
by
Við Guðbjörg skruppum með krakkana í Sælukot í dag. Við höfðum frétt að það ætti að vera karla vinnuferð til að grafa fyrir rafstreng. Við höfðum nú engan karl til að senda svo mér datt í hug að baka pönnukökur og skonsur og færa vinnumönnunum með kaffinu svona til að leggja eitthvað af mörkum. Það kom svo auðvitað…
-
Löt að skrifa undanfarið.
—
by
Nú verð ég að bæta fyrir hvað ég hef verið löt að fara inn á síðuna mína síðustu daga. Fyrir það fyrsta fer ég alltaf minna í tölvuna þegar Haukur er heima í fríum. Nú er hann farinn að vinna sína fimm daga og er heima í fimm. Þegar hann er heima þá erum við oftar eitthvað…
-
Annasamur dagur
—
by
Í dag var byrjað að grafa upp planið hjá okkur systrum báðum og síðan á að setja hellur fyrir bílana og gangstéttina. Það er nágranni okkar hún Eva sem er skrúðgarðyrkjufræðingur sem ætlar að taka þetta að sér en hún er með sérgrein hellulagnir og hleðslur. Hún vinnur þetta ásamt pabba sínum og eiginmaðurinn sem er sjómaður, en…
-
Afmæli – flugeldasýning.
—
by
Æskuvinkonan mín hún Edda Garðars var að halda upp á 60 ára afmælið sitt í dag með stórfjölskyldunni og fáeinum vinum. Veislan var haldin í nýjum stórum sumarbústað sem þau fengu á leigu í Reykjaskógi. Gestirnir voru á öllum aldri þeir yngstu enn í móðurkviði en þrír slíkir einstaklingar mismunandi langt á veg komnir voru…
-
Ekki bara góður heldur rosalega góður.
—
by
Alveg er dæmalaust hvað það koma margir góðir dagar í sumar. Dagurinn í dag kom svo sannarlega á óvart. Karlotta var hjá mér í dag og þegar hún kom í morgun klukkan að verða átta og ég opnaði dyrnar norðanmegin þá fannst mér vera kaldur gustur sem kom á móti mér. Kannski var það bara af…
-
Aftur afmælisveisla Odds Vilbergs.
—
by
Ég var nú svoldið stirð í morgun eftir berjatínsluna í gær en það rjátlaðist nú af þegar maður var búinn að liðka sig fram eftir degi. Mér datt svo í hug eftir hádegið að baka slatta af pönnukökum svona til að hafa með í afmælisveislu Odds en hann var að bjóða vinum sínum í fjögurra ára…
-
Fínn dagur í dag.
—
by
Sem betur fer var ég laus við syfjuna sem hrjáði mig í gær. Ég mætti í sjúkraþjálfun klukkan 10 í morgun og fór svo og náði í rafmagnssláttuvélina í Urðartjörnina en við Guðbjörg eigum hana saman síðan á Kambsveginum. Ég sló svo lóðina og þegar ég var langt komin þá kom Edda og spurði hvort…
-
Syfjudagur.
—
by
Ég dreif mig nú í að þvo yfir gólfin hjá mér í morgun og lét síðan verða af því að strauja dúk o.fl. sem ég er búin að horfa á í nokkra daga og segja við sjálfa mig, “Æ, ég geri þetta á morgun”. Nú er það sem sagt búið og gert. Annars er ég búin að…
-
Fjárans ormurinn beit mig!
—
by
Já ég varð illilega úti í þessari ormaárás. Jói minn þurfti einu sinni enn að vera með tengdó beint í æð í lengri tíma. Meiningin var sú að ég gæti lagað þetta sjálf eftir leiðbeiningum í gegnum MSN. En vitið, og ekki síst tölvuvitið, er nú ekki meira en Guð gaf svo það gekk auðvitað ekki.…