Author: Ragna
-
Merkileg heimasíða.
—
by
Ég fór í dag inn á heimasíðu sem mér finnst mjög merkileg og sérlega fróðleg http://www.islandia.is/viggast/vs.htm Ég var að lesa um raunir þessarar konu sem átti son sem endaði líf sitt þegar hann átti eftir tvo daga í tvítugtl eftir miklar raunir og hremmingar frá unga aldri. Hún er einnig með alls konar tengla inn á mikinn…
-
Bíltúr með stelpunum.
—
by
Sigurrós gisti hjá Guðbjörgu í nótt og síðan komu þær til mín í morgun í kaffi og nýbakaðar skonsur. Við skruppum svo eftir hádegið í bíltúr og fórum m.a. í Álnavörubúðina í Hveragerði og svo auðvitað í Eden. Nú er aftur orðið hljótt um gömlu konuna í Sóltúninu því Sigurrós er farin í bæinn og Guðbjörg farin heim…
-
Dansinn dunar.
—
by
Sigurrós kom í gær og þær systur fóru síðan á ball með Sálinni. Það er verst að vera komin svona á efri ár annars hefði verið gaman að fara með þeim. Það er helst að hérna séu böll fyrir unga fólkið þá meina ég UNGA FÓLKIÐ en fyrir okkur sem erum eldri en 50 er…
-
Fjallganga – Lazyboy.
—
by
Ég var búin að koma mér svo vel fyrir og lá í mestu makindum í sólbaði hérna eftir hádegið í gær þegar Haukur ákvað að við yrðum að hreyfa okkur eitthvað og best væri að fara í smá fjallgöngu. Ég var fyrst að hugsa um að vera bara heima en dreif mig svo með grautfúl.…
-
Stöðumælar í Reykjavík
—
by
Við Haukur skruppum í bæinn í dag. Það var orðið langt síðan Haukur hafði komið við á sínu lögheimili og var m.a. að athuga póstinn sinn og ýmislegt fleira sem hann þurfti að stússa. Ég hinsvegar notaði tímann til að hitta Sigurrós og við skruppum aðeins niður á Laugaveg í góða veðrinu. þegar til átti að…
-
Verzlunarmannahelgin afstaðin.
—
by
Jæja þá er verzlunarmannahelgin þetta árið á enda. Enn einu sinni höfum við notið þess að vera að mestu heima um þessa helgi. Sem betur fer virðist helgin hafa verið sæmilega slysalaus ef frá er skilið þetta hræðilega rútuslys. Hvernig ætli jeppamanninum líði eftir að hafa haldið áfram för sinni án þess að kanna aðstæður? Hann…
-
—
by
Ég byrjaði daginn á því að fara í blóðrannsókn. Ég fékk nefnilega bréf frá heimilislækninum mínum honum Agli Sigurgeirssyni hérna á Selfossi þar sem hann boðar mig í viðtal eftir rúma viku og tilkynnti mér að ég ætti að mæta í blóðrannsókn viku áður en ég kæmi til hans. Hann hefur gert þetta nokkrum sinnum…
-
Afsal – Rigning – Kleinur.
—
by
Í morgun var ég boðuð á fasteignasöluna til þess að ganga frá afsalinu fyrir Sóltúninu. þetta er búið að dragast af því það kom í ljós að baðkarið hjá mér var gallað svo það þurfti að skipta um það. Það þýddi auðvitað að það þurfti að brjóta upp flísar o. þ.h. En sem sagt þá…
-
Vara við 123greetings.com
—
by
Ég ætla nú að byrja á því að vara fólk við því að nota 123greetings.com. Þeir eru með mjög fín kort til að nota við öll tækifæri. Hinsvegar eru ótrúlegar gildrur lagðar fyrir mann þegar maður notar þjónustu þeirra. Ég lenti í því í vor að vera valin 15.000.000 gesturinná vefsíðuna þeirra og átti að…
-
Tannlæknirinn.
—
by
Ég fór til Reykjavíkur til að hitta tannlækninn minn í morgun. Hún tók fjórar myndir, ekki af því að grunur væri um að neitt væri að heldur bara af því að hún sá í skýrslunni að það væri svo langt síðan það hefðu verið teknar myndir??? Síðan hreinsaði hún og setti eitthvert flúormauk yfir í restina…