Author: Ragna

  • Vikulok.

    Já þá er þessi góða vika á enda og lýkur með þessu líka rjómaveðri. Það er varla að maður geti hugsað sér að fara í háttinn þegar það er svona mikil kvöldkyrrð.  Dagurinn byrjaði á því að ég fór í messu í Selfosskirkju í morgun. Ég ákvað mig bara fimm mínútum fyrir ellefu og náði…

  • Góðir gestir.

    Í gær lét ég nú verða af því að slá hjá mér grasflötina en hún var orðin ansi loðin. Það hefur ekki verið slegið síðan áður en Haukur fór austur á land 14. júlí. Nú er lokapunkturinn kominn á grindurnar á pallinum hjá mér svo það var bara ekki hægt að horfa upp á óslegið…

  • Rut í heimsókn og bíóferð.

    Ég hef verið að stússa við hitt og þetta, þvo og strauja og svona ýmislegt sem fylgir því að vera að koma heim úr fríi. Rut kom í heimsókn í dag. Hún kom um hádegið í “brunch” ( já, maður er ennþá svo enskur í tali, en það jafnar sig nú vonandi fljótlega 🙂  )  Það er…

  • Komin heim aftur.

    Þá er ég komin heim eftir fimm yndislega daga í Englandi. Ensk vinahjón mín, sem ég kynntist fyrst þegar við Oddur heitinn bjuggum í Englandi í tvö ár með Guðbjörgu þá 3 – 5 ára, buðu okkur að koma til sín í heimsókn. Angela tók á móti okkur á flugvellinum og við fórum smá rúnt…

  • Smá pása frá skriftum.

    Ég verð upptekin næstu daga svo ég mun ekki skrifa í dagbókina mína. Ég bæti úr því eftir helgina og segi þá e.t.v. frá því sem ég hef verið að gera.  

  • Ísland í dag.

    Ég mætti hjá Jakobi sjúkraþjálfara klukkan 9:50 í morgun. Ótrúlegt að geta sofnað liggjandi á maganum á bekknum með 12 nálar í sér, í hælunum, bakinu, herðunum og upp í höfuð. Það er alveg ótrúlegt hvað þessu fylgir mikil slökun. Húrra fyrir þeim sem fann upp nálastungurnar !!!. Ég skrapp síðan í heimsókn til hennar Tótu…

  • RIGNINGARDAGURINN MIKLI

     Það stendur ekki á því hjá tölvuvædda parinu í Betrabóli að þjónusta “dreifbýlisfólkið” sem lítið kann á tæknina en vill samt hafa eins og hinir. Gamla konan á bláu síðunni er bara búin að fá myndaalbúm. Það er reyndar ekki tengt við heimasíðuna ennþá en ef að líkum lætur verður ekki langt að bíða þess.…

  • Mæðgnadagur.

    Haukur lagðu af stað austur snemma í morgun og var komin á Borgarfjörð eystri seinni partinn í dag. Það var ágætisveður þar og von á sól á morgun. Sigurrós var hérna í nótt og Guðbjörg kom hjólandi í rigningunni í morgun. Ég bakaði skonsur handa okkur til að hafa með morgunkaffinu síðan skruppum við út í…

  • Laumufarþeginn.

    Ég skrapp til Reykjavíkur í dag. Nánar tiltekið fór ég til hans Jakobs sjúkraþjálfarans sem ég hef verið hjá meira og minna í nærri 20 ár. Það er þess virði að keyra til Reykjavíkur öðru hvoru til að láta hann losa um stirða liði og fá frábæru nálastungurnar hjá honum. Ég kom svo heim með…

  • Heimadútl í dag.

    Það hefur svo sem ekkert markvert gerst í dag. Haukur hélt áfram að laga gömlu mylluna sem er líklega orðin vel rúmlega þrítug. Nú er hún orðin svakalega fín. Það var því ekki um annað að ræða en fara og finna grjót til þess að búa til smá steinbeð en efst í því er meiningin…