Author: Ragna

  • Tilþrif í dag.

    Ég ákvað þegar ég vaknaði í morgun og úti var rigning, að láta nú verða af því að gera góða hreingerningu hjá mér. Ég var búin að því upp úr hádegi. Haukur var að gera upp gömlu mylluna sem mamma og pabbi áttu en við ætlum að setja hana í garðinn.  Haukur dreif sig síðan…

  • Í kaupstaðinn og síðan heim að hjóla.

    Í dag þurfti Haukur að fara í bæinn svo ég dreif mig með og lét verða af því að fara í klippingu og strípur hjá hárgreiðslukonunni minni í Reykjavík. Það er eitthvað með tannlækna og hárgreiðslukonur að það er einhvernveginn ekki hægt að skipta þeim út fyrir nýja svo ég læt mig nú hafa það…

  • Dússý mín kvödd.

    Maður er nú svona hálf tómur eftir þennan dag.  Við Haukur fórum í bæinn í gær og vorum í Hafnarfirðinum í nótt. Í morgun fór ég svo til hans Jakobs súper-sjúkraþjálfara sem ég hef ekki verið hjá síðan í haust.  Honum fannst ég í ótrúlega lélegu ástandi þrátt fyrir að hafa verið í sjukraþjálfun í allan…

  • Heima er best.

    Við skelltum okkur um hádegi í gær austur í Sælukot. Guðbjörg fór líka með krakkana. Við áttum yndislegan dag í góðu veðri. Ég dreif mig í að taka smá til í krakkakofanum því þar var orðið heldur ógeðslegt. Karlotta sagði reyndar að ég mætti alls ekki sópa allri moldinni út því þá væri ekkert til…

  • Erna í heimsókn.

    Ég skrifaði ekkert í gær því ég var með næturgest í gesta-/vinnuher-berginu mínu. Erna, systurdóttir mín kom heim frá Bornholm með ösku mömmu sinnar, en það á að vera kveðjuathöfn á næsta mánudag og þá verður kerið jarðsett í Fossvogskirkjugarðinum. Það hlýtur að hafa verið erfitt ferðalag að koma svona ein á milli landa í…

  • Of syfjuð.

    Ég var hálf sofnuð áðan yfir nýjum breskum spennumyndaþætti í þremur hlutum. Þar sem ég á að mæta í sjúkraþjálfun snemma í fyrramálið og ekkert sérstakt markvert gerðist í dag nema stússa í garðinum og vera í tölvusambandi við Mbl. vegna auglýsinga o.þ.h.  þá ætla ég að leyfa mér að sleppa “billega” frá skriftum að…

  • Nú stóð sko Sóltúnið undir nafni 🙂

    Já það má nú aldeilis segja að sólin hafi skinið á okkur í dag. Allt frá því að við vöknuðum í morgun. Við byrjuðum reyndar útivist dagsins á því að fara í hjólatúr í morgun og síðan var bara flutt út á pallinn. Ég bakaði meira að segja vöfflur úti á palli í kaffitímanum, úr afgangsdeiginu síðan…

  • Kirkjuferð og út að borða.

    Já ,ég dreif mig í morgun í messu hjá séra Gunnari hérna í Selfosskirkju. Það er alltaf gott að fara í messu og ég sakna virkilega Áskirkju því það var svo gott að skreppa þangað og maður þekkti og kannaðist við svo marga þar.  Það var líka fínt í messunni í morgun en ég bara kann…

  • Svikin um góða veðrið

    Þetta er alveg ótrúlegt. Þeir á veðurstofunni bara sviku okkur um góða veðrið enda var hann Þór veðurfræðingur vandræðalegur í kvöld þegar hann var að afsaka sólarspána frá í gær. Við Haukur fórum með Odd á spítalann í Hafnarfirði morgun til að taka úr honum slönguna frá í gær. Ég tók ekki annað í mál því…

  • Erfiðast að finna fyrirsagnir 🙂

    Ég hef verið að stússa ýmislegt í dag. Sótti Stóru garðabókina á bókasafnið´, sótti filmu í framköllun svo skruppum við Haukur með afmælisgjöf sem Sigþór þeirra Selmu og Jóa átti að vera fyrir löngu búinn að fá. Við stoppuðum góða stund hjá Selmu og Jóa og voru þau að segja okkur frá ferðalagi sínu kringum…