Author: Ragna

  • Að prufa hvort dagbókin mín sé komin til fullrar heilsu.

    Blessuð dagbókin mín hefur verið í lamasessi um hríð og færslur sem ég var svo dugleg að setja inn í mars duttu allar út og eru líklega glataðar.  Þetta er vegna tilfærslna og endurnýjunar svo nú ætti þetta allt að vera komið i mun betra horf.  Ég var að fá póst um það núna frá…

  • Vikupistill – eða kannski tveggja vikja – úps.

    Tíminn heldur áfram að fljúga og ég geri mitt allra besta til að fljúga með. Það sem ég er ánægðust með er að vera farin að ganga reglulega og skiptir þá engu máli hvernig veðrið er.  Við búum nefnilega svo vel hérna í Kópavoginum að hafa fleiri en eitt íþróttahús þar sem hægt er að…

  • Smá uppfærsla, á meðan ég bíð eftir annarri mynd í imbanum.

    Jæja dagbók mín kær. Sólin heldur áfram að stika sín hænufet upp á himininn. Margt smátt gerir eitt stórt og skrefin hafa nú þegar lengt talsvert hjá okkur daginn. Nú er farið að birta upp úr klukkan níu á morgnanna og farið að vera bjart fram undir klukkan sex á kvöldin. Þetta segir okkur bara það…

  • Set punktinn hér. – Svo er vorið framundan enda vorveður úti.

    Jæja kæra dagbókin mín, ætli það sé ekki best að koma með smá framhald. Yfirlæknir Bráðamóttöku, sem ég sendi kvörtun til vegna læknisins sem braut mig niður þarna á Bráðamóttökunni 12. jan., hringdi í gær. Hún lét mig lýsa aftur samskiptumi okkar. Ég spurði svo hvort ekki hefði verið tlað við þennan lækni. Jú það var…

  • Hlakka til.

    Mikið hlakka ég til þegar ég get farið að skrifa um eitthvað verulega skemmtilegt hérna.  Það er ennþá allt við það sama hvað mitt heilsufr varðar, en í næstu viku fer ég í svakalega úthreinsun og svo í ristilspeglun daginn eftir og þá ætti að koma í ljós af hverju ristillinn er svona í algjöru…

  • Framhald á sjukrasögu.

    Æ, fyrirgefið þið, sem alltaf styðjið við bakið á mér og hafið verið að bíða eftir fréttum. Guðlaug mín, þakka þér fyrir umhyggjuna og að hringja í Sigurrós til að spyrja um mig. Ég er bara svo gjörsamlega komin með upp í kok af þessu veseni mínu að ég hef ekki haft rænu á að setja eitthvað hérna…

  • Kominn aðgerðardagur.

    Af því ég þarf ekki að mæta uppi á spítala fyrr en klukkan 10:30 þá ætla ég að nota tímann  til þess að setja hérna inn smá viðbót við frásögn mína. Þegar mér var tilkynnt um að það þarna á Bráðamóttökunni eftir sneiðmyndina af bakinu, að ég ætti að fara í aðgerð eftir 5 daga,…

  • Flakkið mitt til og frá Bráðavakt þessa seinni jóladaga.

    Ég ligg hérna uppi í rúmi með tölvuna, nokkuð sem ég hef aldrei gert, en á ekki um margt að velja núna til þess að láta tímann líða. Ástæðan fyrir því er sú, að ég er að fara í akút brjósklosaðgerð -eina enn – á næsta mánudag. Nú er ég búin að kynnast niðurskurðinum í heilbrigðislkerfinu…