Author: Ragna

  • Þátturinn um Reyni Pétur.

    Ég horfði í gærkveldi á heimildarmyndina um hann Reyni Pétur í sjónvarpinu. Ég horfði auðvitað á sínum tíma eins og allir landsmenn á fréttir af honum í göngunni frægu og viðtölin sem hann Ómar Ragnarsson átti við hann bæði um tölur og fánana. Reynir Pétur er stórmerkileg persóna. Það var svo gaman að sjá í myndinni…

  • Komin aðventa 2010

    Mér bara brá þegar ég ætlaði aðeins að kíkja á bloggið mitt og sá að ekkert er þar að finna síðan við fórum í vetrarferðina í Úthlíð alveg í byrjun  nóvember. Ég veit svo vel að tíminn flýgur, en að hann fljúgi svona svakalega hratt gerði ég mér bara hreint ekki fulla grein fyrir. Bloggið…

  • Vetrarfríið á Reynistað.

    það hefur nú ýmislegt verið á döfinni síðan ég skrifaði hérna síðast.  Við fórum í langþráð vetrarfrí með Guðbjörgu, Magnúsi Má, Ragnari Fannberg og Oddi Vilberg sem fékk að hafa Birki vin sinn með sér og svo kom Ragna Björk með okkur líka.  Karlotta mín var hjá pabba sínum að þessu sinni. Það er í…

  • Hvert stefnum við?

    Mér brá í morgun þegar ég las eftirfarandi í Morgunblaðinu  "Ekki má syngja jólasálma eða fara með bænir á litlu jólunum í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar, verði tillaga meirihluta mannréttindaráðs borgarinnar um trúar- og lífsskoðunarmál samþykkt."   Síðan kom fram að fulltrúar Besta flokksins, Samfylkingarinnar og VG í téðu ráði hafi nýlega kynnt tillögur sem fela…

  • Flýgur og flýgur, hraðar, hraðar.

    Ég læt pólitíska ástandið fara ferlega í taugarnar á mér, en þegar það er hægt að vera með skemmtilegu fólki og gera eitthvað skemmtilegt þá dregur það úr því að ég sé að velta mér upp úr þessu öllu saman, enda svo gjörsamlega vonlaust því ég hef auðvitað ekkert um þetta að segja – bara…

  • Að vera þakklát fyrir lífið.

     Er það sjálfsagt mál að maður eigi að geta flotið í gegnum lífið án nokkurra hnökra?  Á maður með sanni að geta verið sár og bitur yfir þeim erfiðleikum sem maður hefur þurftað ganga í gegnum?Er það af því að Guð sé vondur, að maður hefur mætt erfiðleikum á lífsleiðinni?   Öllu þessu svara margir játandi og…

  • Vinir og aðrar vangaveltur.

    Ekki stóð nú lengi rigningin og rokið sem ég minntist á í síðasta pistli mínum. Það er eins og máttarvöldunum sé ekkert vel við þessar bæjarhátíðir því það er helst að það rigni og blási þegar þær standa yfir hérna á suðvesturhorninu, en þess á milli er þessi líka rjómablíðan.  Í gær og í dag hefur vart…

  • Pínku pistill um allt og ekkert.

    þá er þessi vikan liðin – hefur flogið eins og þær gera flestar.  Nú er kominn þessi tími sem mér finnst alltaf skemmtilegur, ekki síst fyrir það að skólarnir eru að byrja.  Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að fylgjast með litlu krökkunum trítla hérna niður að skólanum á morgnanna, með stóru skólatöskurnar sínar, sem eru svoooo stórar að það má vart á…

  • Úr einu í annað í byrjun haustsins.

    Nú er blessað haustið komið. – Allt hefur sinn tíma og sinn sjarma- Nú er gaman að kveikja á lömpum og jafnvel kertaljósum á kvöldin. Svo eiga örugglega eftir að koma fallegir dagar, sem gaman verður að nýta til þess að skoða haustlitina sem náttúran á eftir að skreyta sig með innan tíðar. Það gekk eftir…

  • Lofa bót og betrun.

    Mikið finnst mér leiðinlegt hvað ég er að svíkja sjálfa mig með því að færa ekki dagbókina mína reglulega. Þegar ég er orðin gömul – já miklu eldri en ég er í dag, og fer að lesa dagbókina mína til þess að upplifa aftur liðna atburði,  þá á ég eftir að velta því fyrir mér…