Author: Ragna

  • Þá er komin rúm vika sem ég hef farið í Versalasundlaugina á hverjum degi.  Ég er enn ekki komin í það að synda nema um 175 metra þá er ég bara alveg að kafna, en ég hlýt að smá styrkjast.  það sem mér finnst stórkostlegast við að fara í sundlaugina er hvað ég verð hress á…

  • það er ekki öll vitleysan eins.

    Já það er sko alveg öruggt að ekki er öll vitleysan eins hjá manni. Ég er farin að hitta hárgreiðslukonu sem ég var hjá í mörg ár en síðan lokaði hún stofunni sinni og hætti af heilsufarsástæðum. Hún hringdi síðan til mín og sagðist vera farin að taka aðeins heim og bauð mér að vera…

  • Smá yfirlit frá því á sumardaginn fyrsta.

    Því verður ekki neitað að það líður alltaf lengra og lengra á milli skriftanna hér því ég er í svo góðu sambandi á Fésbókinni þó það sé nú ekki það sama og eigin dagbók. En ég verð að standa mig líka á þessum vattvangi svo ég geti áfram gert eins og ég geri stundum, að fara…

  • GLEÐILEGT SUMAR allir nær og fjær.

    Enn á ný kemur blessað sumarið og að þessu sinni eftir mjög mildan og veðurfarslega góðan vetur. Það frusu saman vetur og sumar og núna þegar ég pára þessar línur þá er fjögurra stiga frost úti en sólin er að koma upp og það er fallegt gluggaveður. Þegar óskað er gleði og gæfu á tímamótum þá hugsar maður…

  • Dapurlegir atburðir í okkar þjóðfélagi núna.

    Það er nú svo mikið að gerast í þjóðfélaginu núna að það  er bara ekki hægt að halda því frá dagbókinni minni og láta bara eins og ekkert sé. Þegar skýrslan um hrunið kom út, þá var það ekki bara að okkur almenningi byði við öllum þeim svikum og vélráðum sem þar voru tilgreind og okkar…

  • Tæknin á sér margar skemmtilegar hliðar.

    Ég hringdi í fyrrakvöld til Ingunnar mágkonu minnar sem býr í Bandaríkjunum. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi því við tölum reglulega saman. Mig langar þó til að segja frá því sem fær mig til að skrifa þennan stutta pistil.  John svaraði í símann þegar ég hringdi og þegar við vorum búin að heilsast þá…

  • Enn á ný eignast ég ömmubarn.

    Í dag var gæfan mér enn einu sinni svo hliðholl að mér fæddist yndisleg ömmustúlka sú þriðja í röðinni af stúlkunum og mitt fimmta barnabarn. Sigurrós mín og Jói sáu um það í þetta sinn, og þau gáfu nýfæddu dótturinni strax nafnið Freyja Sigrún. Allt gekk mjög vel og þau fá að gista í fjölskylduherbergi  á…

  • Gleðilega páska.

    Dymbilvikan að baki og komnir páskar. Ég er nú löngu hætt að borða páskaegg en ég hlakka til að borða með fjölskyldunni páskamatinn og eiga góða stund öll saman.  Það er líka spennandi að vita hvort litli páskaunginn þeirra Sigurrósar og Jóa  kemur í heiminn á morgun eins og tölfræðin hefur spáð. það er nú ekki…

  • Veður hefur áhrif – ekki spurning.

    Það er ekki spurning að veður hefur mikil áhrif bæði á líkamlega og andlega heilsu okkar. Það er t.d. ekki nokkur vafi á því, að rigning og rok hefur mikil áhrif á gigtarverki og skapferli. Þetta er ekki bara gömul tugga sem notuð er til þess að hafa gaman af og gera grín að gömlu fólki í sögubókunum.  Þegar…

  • 20. marz 1972.

    Minningar mínar frá 1972 segja mér að vorið sé komið.  Á sunnudeginum 19. marz 1972, í veðri eins og það er núna fórum við Oddur í langan göngutúr, við vorum sæl og ánægð enda von á fyrsta barninu okkar. Ég hætti að vinna á föstudeginum og ætlaði nú að njóta þess að hafa heilar tvær tvær…