Author: Ragna

  • Enn kveð ég – nú frænda minn.

    Enn á ný er kveðjustund. Frændi minn hann Finnbogi Eyjólfsson er nú látinn.  Það gerðist nú með sama glæsibrag og annað sem hann tók sér lfyrir hendur því hann var nýkominn á fætur, settist í hægindastólinn heima hjá sér og var allur. Þetta finnst mér alveg táknrænt fyrir hann Boga sem var mikið glæsimenni og…

  • Í vikulokin.

    Þá er þessi vika á enda.  Hún átti að enda á því að fara í afmælisveislu til Rögnu Bjarkar á morgun en Sigurrós varð svo veik af magapest í nótt að það var bókað mál í morgun að það þyrfti að blása afmælisboðið af. Koma tímar og koma ráð, það er önnur helgi eftir þessa…

  • Hún er þriggja ára í dag.

    Já hún Ragna Björk á þriggja ára afmæli í dag. Amma óskar henni innilega til hamingju með afmælið og allrar blessunar í framtíðinni. Vitanlega fer svo amma í afmælisveisluna hennar um næstu helgi og hlakkar mikið til.  Ragna Björk er svo skýr og skemmtileg stelpa og alltaf  gaman að hitta hana.  Á myndinni hérna fyrir neðan er hún með Herbert, kálhausadúkkuna sem…

  • Sundurlaust hjal.

    Það líður hver vikan á ógnarhraða.  Það hefur nú ýmislegt á daga mína drifið þó ég hafi verið alveg óheyrilega löt að skrifa í dagbókina mína.  Málið er að fyrir utan þessa venjulegu leti, þá er ég nefnilega að sauma smávegis í bútasaumnum og saumavélin dregur mig þó nokkuð til sín m.a. á kostnað dagbókarinnar. Ég er alltaf…

  • Konudagurinn 2010

    Við vorum svo heppin að fá að hafa ungan svein hjá okkur eftir hádegið í dag. Við ákváðum af því veðrið er svo einstaklega fallegt þó kalt sé, að skreppa í bíltúr.  Svo bauð afi okkur í kaffi í Kaffivagninn og litli sveinninn ljómaði þegar við settumst við gluggann og hann gat virt fyrir sér…

  • Ferðinni heitið Austur á Rangárvelli

    Enn á ný er jarðarför að Keldum. Ég held að þetta sé í tíunda skiptið síðan ég kom inn í tengdafjölskylduna mína sem ég fer í jarðarför einhvers úr fjölskyldunni að Keldum. Í þetta sinn er það systir tengdamömmu hún Inga á Hróarslæk. Við Oddur skruppum alltaf í heimsókn á Hróarslæk þegar við vorum fyrir…

  • Það sem hringsnýst í huganum í dag.

    Ég sit hérna við eldhúsgluggann minn og horfi á rauðleita birtuna frá sólinni sem gægist upp á himininn. Það bendir allt til þess að þetta verði yndislegur dagur. En kannski einmitt þegar maður upplifir svona fegurð þá reikar hugurinn og þá gjarnan til þeirra sem eiga um sárt að binda og eru ekki í standi…

  • Að missa sig

    Í göngutúrnum áðan var ég að hugsa um alla spennuna við handboltann og þá rifjaðist upp fyrir mér atvik sem átti sér stað líklega 1967 eða 68. Oddur minn var þá að horfa á enska fótboltann í sjónvarpinu – ekki voru nú beinar útsendingar í þá daga, en leikirnir voru samt sýndir. Ég tek það…

  • Það þarf oft svo lítið til

    að gleðja sálina. Í dag skein sólin og veðrið var svo yndislegt. Ég dreif mig því út í morgun og fór í langan göngutúr. Það var kominn tími til að reyna að komast upp á lappirnar aftur eftir áramótin. Þetta rigningarveður og rok undanfarið með tilheyrandi myrkri hefur alveg verið að fara með mig og ég…

  • Allt í gangi.

     EM í handbolta byrjað og vonandi verður blússandi gangur hjá þeim í næstu leikjum þó þeir yrðu að sætta sig við jafntefli í kvöld. Svo er Haukur að verða langafi – vonandi í kvöld því allt er í fullum gangi og bara beðið frétta. Tvær dætur Hauks sem búa í Danmörku hafa verið á landinu…