Author: Ragna

  • Komin heim og ætla að breyta lífsmynstri mínu í næstu viku.

    Í gær kvaddi ég Reykjalund og allt það frábæra starfsfólki sem daglega leggur alúð og metnað í að koma skjólstæðingum sínum heilbrigðari heim en þegar þeir komu til meðferðar. Ég tel mig lánsama að vera ein af þessum skjólstæðingum og er mjög þakklát fyrir allt sem fyrir mig var gert. Ég er líka svo þakklát fyrir…

  • Aðeins ein vika eftir.

    Síðasta vika var nokkuð sérkennileg  og þá sérstaklega hvað veðurfarið áhrærði. Hún byrjaði svo fallega og ég smellti mynd af grænu grasflötinnifyrir neðan gluggann minn einn morguninn og var að hugsa um hvað það yrði nú gaman að skreppa í haustlitaferð í næsta helgarfríi. Síðan fór að snjóa og allt varð hvítt og bílar voru…

  • Helgin var bara alveg frábær.

    Haukur er bóksataflega búinn að dekra við mig um helgina. Þegar ég kom heim var hann búinn að þrífa alla íbúðina og bauð svo uppá kjötsúpu í kvöldmatinn. Ég þurfti ekki einu sinni að sjá um innkaup fyrir helgina því hann var búinn að sjá fyrir því. Ég gat því lifað eins og prinsessa og…

  • Fjórða vikan flogin.

    Mikið líður tíminn hratt. Fjórða vikan bara flogin í burtu á ógnarhraða. Ég átti alveg eins von á því að mér yrðu látnar duga fjórar vikur hérna í öllum niðurskurðinum og kreppunni, en það er búið að bæta tveimur við og er ég þakklát fyrir það. Sjúkraþjálfarinn er enn að reyna að liðka eitthvað á mér skrokkinn. Hann…

  • Þriðja vikan.

    Þriðja vikan mín endaði nú með pomp og pragt á því að ég fékk frí í göngunni á föstudag og fór beint í saumaklúbb. Mikið var nú gott að komast aðeins í tertur og fínerí hjá Eddu Garðars, eftir hrökkbrauð og brauð í kaffitímanum alla vikuna. Annars þarf ekki að kvarta yfir matnum hérna hann…

  • Önnur vikan liðin.

    Séð út um gluggann minn niður að Hlein, þar sem Oddur var síðustu árin. Þá er ég komin í helgarfrí eftir aðra vikuna á Reykjalundi.  Það er nú svolítið tómlegt að koma heim í mannlausa íbúðina eftir að hafa verið í góðum félagsskap þarna uppfrá, en næsta helgi lofar góðu og hver veit nema við Haukur…

  • Vika liðin.

    Já nú er vika liðin af Reykjalundardvölinni. Ég er komin heim í helgarfrí og hlakka bara til að takast á við næstu viku.  Núna þegar ég fór að lesa það sem ég skrifaði í síðasta pistli þá nánast ofbauð mér hvað ég var opinská og var helst að hugsa um að taka þá færslu út.…

  • Að takast á við minningar.

    Mikið var það nú skrýtin tilfinning á mánudagsmorguninn, að aka hérna heim að Reykjalundi, þessa leið sem ég ók nærri því daglega í mörg ár þegar ég var að heimsækja Odd heitinn eða sækja hann til að fara í helgarfrí. Stúlkan í afgreiðslunni var sú sama og vann hérna þá, og hún var sú fyrsta…

  • Á Reykjalund.

    Jæja þá er komið að því að ég fari á Reykjalund. Ég er með allt tilbúið og mæti klukkan níu í fyrramálið.  Ekki efa ég að vel verður tekið á gigtinni þarna og hún kveðin niður. Vonandi dugar það svo í það minnsta fram á vor.  Þegar það var hringt til mín í lok ágúst og mér sagt að ég…

  • Þjóðarskútan og daglegt líf.

    þjóðarskútan virðist sigla áfram stjórnlaust sem fyrr og farþegarnir orðnir illa haldnir af kvíða og hræddir um að skútan eigi ekki eftir að ná landi.  Stjórnendurnir eru ráðalausir, en samt sem áður þá fá farþegarnir engu um það ráðið hvað taka skuli til bragðs þó svo að margir þeirra lumi á góðum ráðum til bjargar. Maður hræðist það mest,…