Author: Ragna

  • Andleysi.

    Ég er svo gjörsamlega andlaus þessa dagana að ég hef ekki einu sinni haft mig í að skrifa færslu í dagbókina mína.  Ég hef hinsvegar haft gaman af því að fara  inn á heimasíðuna mína og fara hérna hægra megin í "Sjá allar færslur" og skoða þar gamlar dagbókarfærslur. Það er jú tilgangurinn með svona dagbók…

  • 100 ár.

    Ég átti þá allra bestu móður sem nokkur getur óskað sér að eiga og mér þótti svo óendanlega mikið vænt um hana. Þess vegna er mér svo ljúft að minnast þess að í dag 19. maí 2009 eru 100 ár frá því að hún fæddist vestur í Ísafjarðardjúpi. Svo var ekki verra að hún gekk síðar…

  • Í höndum Arons.

    Jæja gott fólk. Nú vona ég að mínu væli og endalausu  kvörtunum fari að ljúka. Nú er ég nefnilega búin að fá dóm Arons Björnssonar eftir að hann fékk niðurstöðu á sneiðmyndinni af bakinu á mér.  Ég fékk nú enn á ný að heyra að bakið væri meira og minna ónýtt en það kemur mér…

  • Hugrenningar á mæðradaginn.

    Enn einu sinni missti ég út pistil sem ég átti bara eftir að vista og senda inn, en mig langaði til að skrifa eitthvað um mæðradaginn og mæðrahlutverkið svo ég byrjaði aftur. Það er aldrei eins að þurfa að skrifa eitthvað í annað sinn, en ég læt það samt fara. ———————– Að vera móðir er að mínu mati…

  • Að eiga góða vini er gulls ígildi.

    Dætur mínar og vinkonur bera mig á örmun sér og því sendi ég þeim kveðju með þessari fallegu mynd.   Svo er kominn tími á myndatökuna í næstu viku og þá fer þetta allt að ganga.   Ég sendi ykkur öllum knús og óska ykkur góðrar helgar.          

  • Vona það besta.

    Það er svo sem ekki mikið sem ég hef að segja þó ég hafi ákveðið að setja smá færslu hérna inn á dagbókina mína. Það má segja að ég hafi lifað svona frekar aðgerðarlitlu lífi undanfarið, a.m.k. frá því ég kom úr Hveragerði. Ég er enn að berjast við brjósklosið sem tók sig upp þar…

  • Hugleiðingar um æskuna .

    Mikið er sorglegt að heyra um ungu stúlkuna sem varð fyrir fólskulegri árás sjö annarra sem misþyrmdu henni í gær. Því miður fáum við öðru hvoru svona fréttir, en upp til hópa eigum við svo glæsileg ungmenni sem við getum verið hreykin af. Ég var að horfa á skólahreysti áðan og varð svo stolt að sjá dugnaðinn í þessum…

  • Alltaf má sjá eitthvað fyndið við allt.

    Þannig er mál með vexti, að mér er búið að líða bölvanlega út af þessu bakveseni sem hefur hrjáð mig undanfarið. Í morgun vaknaði ég og var hræðilega ómótt eftir mikla verkjanótt og hvíldarpúlsinn eftir nóttina var kominn í 124. Ég hringdi á heilsugæsluna og var sagt að ég mætti koma strax. Þar var ég…

  • Aðeins að láta vita af mér.

    Ég hef verið alveg ferlega tölvulöt undanfarið. Ég get ekki setið nema stutt í einu út af bakinu og festi mig ekki einu sinni við að kíkja almennilega á facebooksíðurnar mínar. Ég er komin til sjúkraþjálfara núna sem er með sérstaka gráðu í bakmeðferð og hann er mesti fagmaður á þessu sviði sem ég hef farið…

  • Þegar konur eldast.

     Þessa klausu fékk ég senda í kvöld og verð að leyfa ykkur að lesa líka. "Grein eftir Böðvar Guðmundsson Það er mikilvægt fyrir karlmenn að muna, að eftir því sem konur eldast verður erfiðara fyrir þær að halda sömu gæðum í húsverkunum og þegar þær voru ungar. Þegar þú tekur eftir þessu, reyndu ekki að æpa…