Author: Ragna

  • GLEÐILEGT SUMAR ættingjar og vinir.

    Enn á ný heilsar sumarið og minnir okkur á aðvið eigum í vændum birtu og yl hvað sem öllu öðru líður.Mér finnst alltaf sumardagur fyrsti vera dagur vonar,vonar um betri tíð með blómum í haga og brosandi börnum að leik. Ég á líka yndislegar minningar um þennan dag sem hann pabbi minn fæddist á fyrir 101 ári, en…

  • Fékk þetta sent – athyglisvert.

    Bill Gates hélt fyrirlestur fyrir unglinga í gagnfræðaskóla í Bandaríkjunum.Hann talaði um reglurnar 11 sem þau hafa ekki og munu ekki læra um í skólanum. Hann talaði um agaleysi og nýjar áherslur í kennslu sem munu skila nýrri kynslóð út í þjóðfélagið, dæmdri til að mistakast. Regla 1: Lífið er ekki réttlátt, reyndu að venjast…

  • Komin heim.

    Já nú er ég komin heim og mikið var gott að sofa í rúminu sínu í nótt . Það voru ekki amalegar móttökurnar þegar ég kom heim í gær, allt var hreint og strokið og pönnukökuilmurinn barst að vitum mér þegar ég kom inn og það beið mín svo yndislega fallegur blómvöndur, eins og sjá má…

  • Líður að heimkomu.

    Þá eru páskarnir um garð gengnir og síðasta vikan hér í heilsuparadísinni nýtt til hins ítrasta. Tíminn hefur flogið mjög hratt í góðum félagsskap og dekri. Það verður svolítið erfitt að kveðja allt þetta góða fólk sem ég hef komist í kynni við hérna, en vinir koma og vinir fara – þeir elstu og traustustu…

  • Gleðilega páska.

    Aftur að þokast upp á við. Það hefur verið gott að hafa þessa daga til að ná sér á strik aftur. Ég hafði upphaflega ætlað að fara heim á laugardag og vera á páskadag en breytti þeirri áætlun og hef bara verið hérna um kyrrt.  Haukur kom í heimsókn og borðaði hérna með mér á…

  • Áfram líður tíminn hér.

    Ég var nú orðin helst til dugleg í líkamsræktinni af því mér leið orðið svo vel og auðvitað var mér refsað fyrir það. Aðallega kenni ég vatnsleikfiminni nú um að ég hafi tekið of mikið á, því ég hafði verið í henni í nokkukur ár meðan ég bjó á Selfossi en hef örugglega miðað við aðstæður…

  • Vika tvö í heilsuparadísinni.

    Það væri sko vanþakklæti að segja að hér væri ekki gott að vera og ég mæli með þessum stað fyrir þá sem þurfa að auka orku, ná betri tökum á verkjum og einnig fyrir þá sem þurfa að komast í burtu frá stressi og álagi. Svo eru auðvitað líka þeir sem eru að vinna sig…

  • Mikið að gera.

    Já hérna hvað það er mikið að gera hjá mér – ég hef bara ekki nokkurn tíma til að setja inn í dagbókina mína.  Ég ætla að bæt a úr því um helgina.  Ég er rosalega ánægð með dvölina hérna og allt sem í boði er. Ég er búin að sitja fullt af fyrirlestrum um…

  • Smá helgarhugleiðingar í rólegheitunum.

    Hvílík ró og hvílíkur friður. Það hafa margir farið heim og eru fáir á ferli þessa fyrstu helgi mína hérna í heilsuparadísinni. Þið takið kannski eftir hugarfarsbrfeytingunni,  en nú er ég hætt að tala um heilsubælið en er orðin svo spræk og jákvæð eftir þessa fyrstu viku að það dugar ekkert minna en að tala…

  • Dagur fimm

    Vaknaði hress eftir góðan svefn í nótt. Það skyldi þó aldrei vera að nýja dýnan hafi gert útslagið. Dagskráin var svona nokkkuð hefðbundin í dag – þétt skrifuð að vanda. Eftir vatnsleikfimi, göngutúr út að Ölfusborgum, háls og herðaleikfimi, Tai Chi æfingar,  svo eitthvað sé nefnt, þá var yndislegt að komast í nálastungur og ég steinsofnaði…