Author: Ragna

  • Til hamingju með bóndadaginn – og svo komu fréttirnar í sjónvarpinu

    Mikið finnst mér það góður og skemmtilegur siður hjá okkur íslendingum að halda fast í gamlar hefðir. Ein af þessum hefðum er að halda upp á bóndadaginn með því að borða mat eins og þann sem forfeður okkar verkuðu af illri nauðsyn til þess að halda í sér lífinu á fyrri öldum. ——————————— Þegar hér var…

  • Þessi fallegi dagur.

    Hvernig er hægt annað en að vera bjartsýnn á svona fallegum degi eins og verið hefur  í dag. Ég byrjaði daginn á því að fara í mína fyrstu messu hérna í Lindakirkju,  en mig hefur lengi langað til þess að skoða þessa kirkju sem hefur verið í byggingu síðan við fluttum og blasir við okkur út…

  • Rugl

    Ég ætlaði að vera svo dugleg að skrifa færslu í dagbókina mína, en nú er komið fram yfir miðnætti og ég sit hér hálfsofandi eftir að hafa setið dottandi yfir sjónvarpinu í allt kvöld. Ég held því að það sé öruggast að koma sér bara beint í rúmið og "sofna á sitt græna eyra". Af hverju í…

  • Ferðin okkar Hildar til Nürnberg.

    Það var svo gaman að hitta hana Hildi í dag og taka upp þráðinn að nýju eftir að hafa ekki hittst síðan 1985 þegar við fórum sitt í hvora áttina til nýrra starfa.  Við höfðum sko um nóg að spjalla. Auðvitað kom Völuskrín við sögu og við rifjuðum upp ferðina okkar til Nürnberg. Þetta var fyrsta leikfangasýningin sem…

  • Símtalið sem gladdi mig svo í dag.

    Ég sat í dag og var að gera smávegis við flík sem ég var með í kjöltunni þegar síminn hringdi. Ég hentist auðvitað upp eins og ég geri alltaf þegar síminn hringir. Síðan tók ég símadansinn í smá stund því eins og venjulega þá hafði ég ekki hugmynd um hvar síminn væri. Þeir eru nefnilega svo…

  • Hjálparstúlkan mín.

    Ég má til með að setja hérna inn mynd af nýju hjálparstúlkunni í eldhúsinu hjá mér. Borghildur dólttir Hauks sendi mér þessa um jólin.  Er hún ekki alveg stórkostleg?

  • Nýtt tímabil að hefjast.

    Þá eru jólin að kveðja og menn keppast við núna á þrettándanum að skjóta upp því sem eftir er af skoteldunum frá gasmlárskvöldi. það er alveg ótrúlegt hvað sumir hafa verið með mikið af þessum flottu tertum sem endalaust skjóta skrauteldum upp á dökkan himininn.  Þar sem ég sit í eldhúsinu og er að myndast við…

  • Kemst ég kemst ég ekki?

    Ég er um það bil að sætta mig við að láta í minni pokann og komast ekki austur á Rangárvelli í dag. Ég ætlaði svo sannarlega að fara austur að Keldum og fylgja honum Steina frá Heiði til grafar, en það á að jarða hann klukkan eitt. Þess í stað verð ég bara að vera með…

  • Ég óska ykkur öllum gleði og friðar á komandi ári.

    Nú er enn einu sinni komið að áramótum, en það einkennilega gerist að það er alltaf að verða styttra og styttra á milli áramóta. Hérna í gamla daga var endalaus bið eftir jólum og áramótum en síðastu áratugina flýgur tíminn svo hratt að manni finnst rétt búið að pakka jólaskrautinu niður þegar það er aftur kominn…

  • þakklæti

    Mikið er ég nú búin að hafa það huggulegt og gott þessa jóladaga. Við vorum í mat hjá Sigurrós, Jóa og Rögnu Björk á aðfangadagskvöld og færðum okkur svo yfir til Guðbjargar og fjölskyldu seinna um kvöldið. Það er mikill munur að hafa svona stutt á milli okkar mæðgnanna og fyrirhafnarlítið að skreppa á milli.…