Author: Ragna

  • Jólakveðja til ykkar kæru vinir nær og fjær.

    Regnið bylur á glugganum og vindurinn hvín – fallega hvíta ábreiðan sem hefur þakið jörðina og gert aðventuna svo bjarta og fallega hefur nú skolast í burtu og þó að nú sé daginn farið að lengja þá er eitthvað svo ótrúlega dimmt  þegar snjóinn vantar.  En það þýðir ekki að fást um það enda er hátíð ljóssins að…

  • Enn fækkar eldra fólkinu.

    Það er alltaf einhver af þeim sem maður hefur þekkt í gegnum tíðina og þótt svo vænt um, að kveðja þennan heim.  Í gærkveldi hringdi Loftur mágur minn og tilkynnti mér að hann Steini frá Heiði, bróðir tengdamömmu væri nú allur. Þau fóru því bæði á sama árinu tengdamamma og Þorsteinn bróðir hennar. Ég fór eftir…

  • Ótrúlegt.

    Með því að segja það sem ég ætla að segja þá er ég auðvitað að stela efni frá henni Sigurrós minni en ég þykist vita að hún hafi ekki mikinn tíma til að blogga þessa dagana svo ég ætla að segja frá. Hún var að ganga frá pósti til útlanda um síðustu helgi og eins…

  • Að stíga út úr dansinum.

    Ég kemst alltaf í jólaskap þegar ég er að dunda mér við að baka fyrir jólin.  Þegar ég kveiki á kertum og hlusta á góðan jóladisk á meðan bökunarilmurinn liðast um eldhúsið. Ég lít svo öðru hvoru út um gluggan á öll fallegu jólaljósin og ekki síst læt ég hugann reika. Hvert reikar svo hugurinn á meðan staðið er…

  • Á 19.

    Við Haukur erum nýkomin heim af jólahlaðborði í Turninum, 19. hæðinni. Það er nú kannski ekkert í frásögur færandi að segja frá því að maður fari á jólahlaðborð. Það sem var sérstakt við þetta borðhald var hinsvegar það, að stundum fannst mér ég vera á skipi.  Við vorum á báðum áttum í dag þegar við…

  • Að loknum laufabrauðsbakstri og beðið eftir því sem er næst á dagskrá.

    Það er svo gaman að fylgjast með því hvað það fjölgar sífellt jólaljósunum hérna í kringum okkur. Ég hélt kannski að maður ætti eftir að taka eftir því að það væri kreppa og fólk myndi halda að sér höndum í skreytingunum en svo virðist ekki vera. Ég skrapp líka aðeins í gær með Sigurrós í Kringluna…

  • Að telja sér trú um að maður nenni.

    Mikið hef ég verið löt að blogga þessa vikuna. Oft hef ég þó sest við tölvuna og ætlað að setja inn smá texta en stundum er maður bara með stíflaðar allar rásir og þá er ekki von á góðu. Já það má segja að rásirnar mínar séu í orðsins fyllstu merkingu stíflaðar. Ég er búin…

  • Spádómskertið.

    Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Aðventan er alltaf uppáhaldstími hjá mér og ég nýt þess að taka upp jóladótið og kveikja á seríum og kertum. Veðrið í dag er svo fallegt. það er alveg logn og frostið er 7° svo það er nokkuð kalt.  Við Íslendingar erum nú svo heppnir að við búum í hlýjum húsakynnum,…

  • Áreitið mikið.

    Það liggur við að maður taki sér frí frá fjölmiðlum því áreitið er orðið svo mikið og varla minnst á neitt sem ekki er neikvætt. Þó hlustaði ég aðeins á Rás 2 áður en ég fór framúr í morgun og þann tíma sem ég hlustaði var eingöngu verið að fjalla um jákvæða hluti, sprotafyrirtæki o.fl.  svo mér fannst nú þrátt fyrir…