Author: Ragna

  • Í afmæli á Selfoss.

    Þá er nú langt liðið á helgina, snjórinn allur horfinn, enginn botn kominn í efnahagsmál þjóðarinnar en samt svo notalegt að vera til. Við vorum með næturgest í nótt þegar hún Ragna Björk, litla nafna mín fékk gistingu hjá ömmu, reyndar í fyrsta skipti sem hún er yfir nótt.  Um síðustu helgi fékk litli frændi, Ragnar…

  • Út um gluggann minn í morgun.

    Það var bæði forvitnilegt og fallegt að líta út í morgun og börnin í frímínútum í skólanum kunna svo sannarlega að meta snjórinn þó aðþeir sem reyna að komast leiðar sinnar á sumardekkjunum séu kannski ekki eins glaðir.

  • Svooo gaman.

    Nú var sko gott að ég var komin aftur á höfuðborgarsvæðið því annars hefði ég líklega misst af því að hitta vinkonurnar sem ég vann með í Borgartúninu því ég var orðin svo rög við að aka Hellisheiðina í misjöfnum veðrum og myrkri. Í kvöld byrjaði nefnilega að snjóa og ég veit að ég hefði sleppt því…

  • Haustið er komið með

    sínum fallegu haustlitum og sólin skín í heiði. Það var því alveg tilvalið að skreppa í haustlitaferð í dag.   Ekki voru nú hlýindin í samræmi við sólina sem skein inn um bílgluggana því það var svo skelfilega kalt úti. Ég ætlaði að taka eitthvað af myndum á Þingvöllum og við Þingvallavatnið, en það var strekkingsvindur og…

  • Endurheimt.

    Haukur hefur nú endurheimt aðra af tveimur dætrum sínum, sem eru búnar að vera við hjálparstörf í Palestínu í mánuð. Hin dóttirin á eftir að vera þar í mánuð í viðbót.  Við fórum að sækja hana Borghildi á flugvöllinn í fyrrakvöld og Leonora litla afastelpan hans Hauks með okkur og sú var nú spennt að hitta mömmu…

  • Ferðin austur.

    Ég  flaug austur á miðvikudagskvöldið. Haukur og Margrét systir hans biðu mín á flugvellinum. Eftir viðkomu á sjúkrahúsinu ókum við Haukur síðan á eftir líkbílnum í átt til Borgarfjarðar.  Náttúran skartaði sínum fegurstu haustlitum og lágir sólargeislarnir sleiktu fjallstoppana. Mér fannst alla leiðina ég finna fyrir nálægð gömlu konunnar og ég var að hugsa um það…

  • Kveðjustund.

    Það er falleg veðurspáin fyrir austurland á fimmtudaginn Spáð er heiðríkju og 10° hita. Í þannig veðri er Borgarfjörður eystra fallegasti staður sem hægt er að hugsa sér. Hún Sigríður mamma hans Hauks á svo sannarlega skilið að það verði slíkt veður þegar hún verður lögð þar til hinstu hvílu í litla kirkjugarðinum á bernskuslóðum hennar í Bakkagerði.…

  • Allt annað en til stóð.

    Enn rignir. Það er sko ekki hægt að kvarta yfir vatnsleysi þarna uppi, ef marka má allt það regn sem yfir okkur hellist dag hvern. Annars finnst mér við nú ekki geta kvartað þó það komi svona smá vætutíð eftir þetta góða sumar.  Veðrið er afskaplega milt og ekkert frost enn, þó komið sé á seinni hluta…

  • Ástæða þess að Haukur er fyrir austan ennþá.

    Já, Haukur er enn austur á landi og verður líklega næstu viku.  Hann fór til að vera hjá móður sinni sem var mikið veik á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum, en hún lést tveimur sólarhringum síðar.  Það er því í mörgu að snúast hjá þeim systkinunum sem öll eru komin austur og ætluðu að hittast á bernskuheimilinu í…

  • Klukkið hennar Svanfríðar.

    Ég var spennt að lesa um klukkið hennar Svanfríðar þar til ég kom að því  í lestrinum, hverja hún klukkaði sjálf. Mig rak auðvitað í rogastans þegar ég sá þar nafnið mitt blasa við. Ætli hún þekki ekki aðra Rögnu?  hugsaði ég. En svo sá ég auðvitað að maður skorast ekki undan áskorunum svo ég…