Author: Ragna

  • Eddudagar.

    Ég ákvað að gera mér dagamun í gær og fara í heimsókn á Selfoss.  Systir mín tók á móti mér af sínum alkunna myndarskap,  bollur að bakast í ofninum og tilbúin terta til að hafa með kaffinu.  Ég var að uppgötva að ég hef ekki komið í heimsókn í Sóltúnið síðan ég flutti þaðan, þó við séum…

  • Ha,ha! Ekki skrítið val.

       Þetta sendi Sigurrós mér áðan. 

  • Öðruvísi dagur.

    Ég hef haft í ýmsu að snúast undanfarið og það hefur alltaf beðið mín eitthvert verkefni að morgni og ég verið lítið heima. Nú bregður hinsvegar svo við að dagurinn er ekki eingöngu óskrifað blað, heldur er ég ein í kotinu og verð næstu daga. Haukur lagði af stað eldsnemma í morgun ásamt tveimur systkinum sínum…

  • Gaman að fá að taka þátt.

    Enn á ný hefur amma fengið að fara með barnabarni í leikskóla og það er mikill heiður að fá slíkt embætti.  Loksins er biðinni hans Ragnars Fannberg eftir leikskólaplássi lokið og fyrsta daginn fór hann sæll og glaður með mömmu sinni til þess að vera í einn klukkutíma í nýja leikskólanum.  Í gær fékk hann að vera lengur…

  • Elliglöp eða…..

    Ég hélt í dag að nú væri ég komin með alvarleg elliglöp. Ég var að bíða eftir útvarpsfréttunum klukkan fjögur, var ekkert sérstaklega að hlusta á auglýsingarnar, en hrökk við þegar ég heyrði allt í einu auglýsingu sem hljóðaði þannig: "Jólahlaðborð – Skíðaskálinn Hveradölum".  Mig rak í rogastans, ekkert farin að þrífa eða baka fyrir jólin,…

  • Til umhugsunar.

    Eftirfarandi sendi fyrrverandi vinnufélagi mér og ég mátti til með að birta það hér. Ljóð eftir afrískan dreng NOMINATED BY UN BEST POEM OF 2006 = tilnefnt sem besta ljóðið árið 2006WHEN I BORN,I BLACKWHEN I GROW UP,I BLACKWHEN I GO IN SUN,I BLACKAND WHEN I DIE,I STILL BLACK AND YOU WHITE FELLOWWHEN YOU BORN,YOU PINKWHEN…

  • Nú er að koma að því.

    Já í morgun fékk Guðbjörg hringingu frá Leikskóanum Kór og henni tjáð að Ragnar Fannberg gæti byrjað aðlögun. Á morgun mætti hann koma í sína fyrstu heimsókn. Veii hvað við urðum öll hamingjusöm. Nú getur litli snúðurinn hitt önnur börn og leikið sér úti þegar svo viðrar.  Eftir símtalið þá sagði ég honum að hann ætti…

  • Að ylja sér.

    Nú hefur hann Sigurbjörn biskup verið jarðsunginn og hún var falleg athöfnin í Hallgrímskirkju í gær, athöfnin sem hann hafði sjálfur skiupulagtað öllu leyti. Ég var að horfa á minningarbrot um hann í sjónvarpinu áðan og það vakti upp minningar frá liðnum tíma. Ég sá fyrir mér þau hjónin vera að koma til messu í Áskirkju hjá honum séra…

  • Góða helgi.

    Þá er kominn föstudagur, svona flýgur tíminn áfram.  Ég er aftur byrjuð að passa litla snúðinn enda orðin mun betri af þessu blóðþrýstingsrugli,  þó það sé stutt í að hann rjúki upp. Nýjustu fréttir af leikskólamálunum eru þær að Guðbjörg fór á hinn leikskólann sem hún sótti um til vara, þar var nafn Ragnars á…