Author: Ragna

  • Hvaða skilaboð er verið að senda.

    Ég, sem er nú að reyna að lækka blóðþrýstinginn hefði átt að láta það vera að kíkja á Moggann í morgun. Ég var nefnilega svo bálill þegar ég sá blaðið.  Ef ný fréttastefna blaðsins á að fara í þann farveg sem blasti við á baksíðunni í dag þá  hugsa ég alvarlega um að segja upp Mbl…

  • Svona er nú

    Mér var kippt niður á jörðina í gær, og minnt á af hverju mér var ráðlagt að hætta að vinna rúmlega fimmtug. Ég hef verið að passa hann Ragnag Fannberg síðustu viku og í dag stóð til að fara með hann, eftir hádegið í góða veðrinu sem við erum svo heppin að hafa þessa dagana,  á…

  • Við hjálparstörf í Palestínu.

    Tvær dætur Hauks eru nýfarnar til Palestínu til að vera þar við hjálparstörf. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með ferðum þeirra og störfum læt ég hér link á síðuna hennar Evu, en hún ætlar að vera dugleg að segja okkur frá dvöl þeirra systra á þessum slóðum.

  • Skilgreining á aldri.

    Í tilefni af bloggfærslu Guðbjargar minnar  í dag, þá datt mér í hug saga af henni sjálfri þegar hún hóf nám í 7 ára bekk í Langholstskóla Við vorum að flytja aftur í gamla hverfið mitt og hún var að byrja í skólanum sem mamma hafði verið í alla sína barnæsku. Það var mikill spenningur að sjá…

  • Enginn titill.

    Ég má nú ekki alveg gleyma dagbókinni minni þó mikið sé að gera hjá mér þessa dagana. Ég ætla að athuga hvort þið getið fundið út hvað það er sem ég er að fást við.  Ég ætla að gefa ykkur upp í fáum orðum hvaða eiginleika þarf til þessa starfs. Starfið er án efa skemmtilegasta starf sem…

  • Létum letina ekki hafa vinninginn.

    Við höfum verið að bíða eftir að dansinn byrjaði aftur í Stangarhylnum, en þar er dansað á sunnudagskvöldum. Nú erum við komin á höfuðborgarsvæðið aftur og engin afsökun að fara ekki í dansinn svo framarlega sem maður getur á annað borð gengið.  Eftir matinn í kvöld vorum við bæði alveg ferlega löt og hvorugt í…

  • Svona fór um sjóferð þá,

    en þegar allir koma heilir heim ber að fagna.  Vitanlega fögnum við af öllu hjarta strákunum okkar þegar þeir koma  heim úr þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í þarna  í Peking. Þeir hafa staðið sig alveg frábærlega og bara það að koma heim með silfur af Olympíuleikum er hvílíkt afrek. Þó að Frakkar hafi…

  • Þá vitum við það í eitt skipti fyrir öll að

    "Ísland er ekki llítið land. Það stórasta land í heimi." Það var yndislegt að heyra hana Dorrit segja þetta beint frá hjartanu í sæluvímunni sem fylgdi því að handboltastrákarnir okkar unnu leikinn í dag og stefna nú á silfur eða gull á Olympíuleikunum.Ég var bara hálf skúffuð þegar hún var að gera tilraun til að faðma…

  • Já hann stækkar og stækkar

    ömmustubburinn minn hann Oddur Vilberg og í dag er hann níu ára. Nú getur amma hvenær sem er búist við að fá tilkynningu frá honum um það að nú sé mál að hætta að kalla hann ömmustubb. Við gerðum nefnilega fyrir nokkrum árum samkomulag um að amma mætti og ætti að nota þetta gælunafn þangað til hún fengi…

  • Súpa og brauð …

    Í kvöld er ég að mestu búin að vera hálfsofandi yfir sjónvarpinu. Ég reif mig samt upp til að fara aðeins í tölvuna, m.a. til að sinna bankaviðskiptum, ha,ha best að hafa flott nafn á því, en ég var nú bara að borga einhverja reikninga sem voru komnir inná hjá mér sem ógreiddir.  Ég þoli nefnilega…