Author: Ragna

  • Dagamma skemmtir sér.

    Þessa dagana er ég dagamma fyrir litla snúðinn í Ásakórnum og reyndar njóta þau eldri líka góðs (eða ég vona það) af því að amma kemur á morgnanna og er innanhandar þar til mamma kemur heim.  Ég hafði nú gaman af litla snúð í morgun þegar hann kom allt í einu dröslandi með karóki statív…

  • Bland í poka.

    Já það fer ekkert á milli mála að skólarnir eru að hefja vetrarstarfið. Það er þröng á þingi í ritfangaverslunum og kennararnir farnir að vinna undirbúningsvinnuna svo allt verði tilbúið þegar námsfólkið mætir til þess að auka við visku sína og færni. Ekki fer ég nú í skóla sjálf, held bara áfram í skóla lífsins…

  • Kennarar beri byssur.

    Tókuð þið eftir fréttinni hérna á Mbl.is í morgun um það að kennarar í bænum Harold í Texasríki hafi fengið leyfi til þess að bera byssur við kennslustörfin til þess að geta varið sig ef til skotárásar kemur á skólalóðinni. Þar sem ég er móðir tveggja kennara þá brá mér við þennan lestur.  Það vona…

  • Hvílík skilaboð.

    Í morgun fylgdi Morgunblaðinu aukablað um menntun og kennir þar margra grasa og gaman að renna augunum yfir það sem í boði er. Ég hrökk hinsvegar við þegar ég sá risafyrirsögn, sem hljóðar þannig: "Vertu ekki eins og algjör lumma í vetur." Það er auðvitað engin ástæða til þess að vera lummulegur, en mér ofbýður…

  • Til hamingju.

    Hann Jóhannes tengdasonur minn eða Jói eins og hann er nú alltaf kallaður,  á afmæli í dag og fær mínar bestu afmæliskveðjur.  Jói er sá sem á Betra.is, sem er lífæðin mín við ykkur kæru bloggvinir.   Kær kveðja kæri tengdasonur.Til hamingju með daginn. 

  • Gerviveröldin í Kína

    Mikið varð ég reið þegar ég heyrði fréttina um það að litla stúlkan sem kom fram á opnunarhátíðinni í Peking bærði aðeins varirnar, á meðan stúlkan sem átti söngröddina varð að sitja heima því hún var ekki talin nógu falleg til þess að láta sjá sig. Tennur hennar  þóttu nefnilega of skakkar og hún of…

  • Það sem þeir eru frábærir

    strákarnir okkar.  Já nú eru þeir sko strákarnir okkar handboltastrákarnir þó stundum viljum við ekkert af þeim vita, þ.e. þegar illa gengur. En að vinna fyrst Rússa og síðan Þjóðverja er bara snilld. Þetta segir MBL um leikinn. Ég er alltaf svo á móti því að hrósa sigri of snemma og þegar fimm mínútur voru…

  • Enn eitt

    stórslysið varð á leiðinni milli Hveragerðis og Selfoss í dag.  Sýslumaður vill fækka slysunum þarna með því að lækka hámarkshraðann í 70 km á þessum vegarkafla.  Ég  er svo hrædd um að það muni ekki fækka slysum, frekar að það muni auka framúrakstur enn frekar. þar sem ég ók oft þessa leið á meðan ég bjó á Selfossi…

  • Ferð í Garð og Sandgerði.

    Það er alveg ótrúlegt hvað maður hefur oft leitað langt yfir skammt. Nú er ég að hugsa um ýmsa staði á okkar fallega landi sem maður hefur ekki séð þó nálægir séu. Hún Edda vinkona mín sagði mér frá því í vikunni að þau hjónin hefðu farið í svo skemmtilega dagsferð um Garðskagann og hefðu…

  • Aftur á Mama mía

    Þegar við settumst að snæðingi í gærkveldi þá datt mér það snjallræði í hug að fara aftur til þess að sjá Mama Mia myndina. Haukur var nefnilega ekkert búin að sjá hana, en ég vissi að hann hefði gaman af því.  Mér fannst líka snjallræði að bjóða stóru barnabörnunum mínum líka því þau eru svo mikið…