Author: Ragna

  • Bendi á

    Mig langar til að benda ykkur á vel skrifuðu ferðapistlana hans Magnúsar Más og  myndirnar hans.

  • Svo mikið að gera.

    Það er sko ekki hægt að segja að okkur leiðist hérna í nýju heimkynnunum. það er svo mikið að gera að ég hef ekki einu sinni haft tíma til að skrásetja jafn óðum í dagbókina mína. Það er svona þegar maður verður eftir á í færslunum þá hrannast þetta upp og erfitt að vita á hverju skal byrja…

  • Skæður keppinautur.

    Eitt verð ég að játa. Á ferðalaginu um Danmörku eignaðist ég skæðan keppinaut. Já mjög skæðan, og það sem meira er þá verð ég að játa að hún fékk alla athygli Hauks og ég varð bara að hafa mig hæga og láta lítið fyrir mér fara. A.m.k. varð ég verulega að draga úr öllu málæði, sem er…

  • Áfram með Danmerkurferðina.

    Þegar við fórum úr sumarhúsinu hjá Guðbjörgu og Magnúsi Má þá komu þau líka og gistu í eina nótt með okkur hjá henni Vitu í Kernebo.Á laugardeginum bættum við afastrákunum hans Hauks við og allir fóru í Danfoss Universe. það er geysilega skemmtilegt fyrir krakka að valsa þarna um og fá að prufa alls konar…

  • Meira um Danmerkurferð.

    Á meðan við vorum hjá Guðbjörgu og Magnúsi Má þá fórum við með þeim í dýragarð í Óðinsvéum. Hér eru stóru barnabörnin mín Karlotta og Oddur Vilberg að skoða fiskana. Ragnar Fannberg skemmti sér líka vel og þurfti að spyrja um alla hluti. Hér er hann hugsandi á svip í fangi mömmu sinnar. Þegar við…

  • Schengen samstarfið.

    Ég styð heilshugar þá umræðu að við hættum þátttöku í Schengen samstarfinu. Það sem stendur í þessari grein er því eins og talað út úr mínu hjarta.   

  • Upphaf ferðasögunnar.

    Við lögðum upp í Danmerkurferðina okkar á sjálfan þjóðhátíðardaginn í sól og blíðu. Loksins kom sem sé 17. júní með góðu veðri og þá rjúkum við í burtu til landsins sem lengst réði yfir okkur Íslendingum. En þær gömlu syndir eru nú löngu fyrirgefnar og nú eru allir vinir.  Við lentum í Billund um hálf tíu um…

  • Útsölur.

    Ég var búin að ákveða að kaupa mér einhver falleg föt, sem kynnu að freista mín í í útlandinu en ekki fann ég nú neitt slíkt.  Ég ákvað því að kíkja bara á útsölurnar í fínu búðunum hérna heima.  Ég skrapp því  með Sigurrós í bæinn í gær og notaði tækifærið þar sem hún átti erindi á…

  • Myndirnar komnar í albúm.

    Kem mér ekki alveg að verki núna í morgunsárið að byrja á ferðasögunni en myndirnar setti ég í albúm í gær. Ég er að fara í smá útréttingar og hver veit nema andinn komi yfir mig þegar ég kem heim aftur.  Annars er það af okkur að frétta að Haukur er alveg þrælkvefaður og þegar…

  • Úr skálum…

    Já, nú þegar við erum að koma heim og klukkan langt gengin tvö um nótt, þá vil ég byrja á því að hella úr skálum reiðinnar. Mér leiðist nefnilega alveg einstaklega mikið að hafa slíkar skálar í minni vörslu.  Ferðasagan kemur svo næstu daga og hver veit nema einhverjar myndir fljóti með. En fyrst er…