Author: Ragna

  • Örkveðja á þjóðhátíðardaginn.

    Ég vil byrja á því að óska öllum íslendingum til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Við förum nú ekkert í skrúðgöngu í dag nema ef gangan út í flugvélina á eftir gæti kallast skrúðganga. Nú er ég sem sé á förum til Danaveldis í nokkra daga og vonandi get ég eitthvað hresst upp á min dansk.Við hittumst…

  • Laugardagur til lukku.

    Það var alla vega lukkulegur laugardagur hjá okkur í gær.  Fyrir hádegið komu Guðbjörg, Magnús Már og börnin þeirra í smá snarl hjá okkur áður en þau héldu síðan til Keflavíkur og þaðan til Billund á Jótlandi þar sem þau verða í sumarleyfi í summarhúsi. Eftir hádegið fórum við í göngutúr og bakið angraði mig lítið…

  • Undarlegt – Enn um “tilviljanir” og það sem enginn skilur.

    Á sjómannadaginn, þegar við Haukur fórum niður á höfn þá ákváðum við að skreppa aðeins í Kolaportið og ná okkur í flatkökur. Á leiðinni að flatkökubásnum sá ég konu sem var með krukkur á borði fyrir framan sig. Mér fannst endilega að ég þyrfti að athuga hvað hún væri með svo ég gekk að borðinu. Hún…

  • Koma sér í gírinn.

    Enn á ný skal taka ferðatöskurnar fram og pota einhverjum tuskum og góðum skóm í þær. Það verður einfalt núna því við eigum ekki von á að þurfa að klæða okkur neitt sérstaklega upp á hverju kvöldi eins og á Hótel Gala og ekki býst ég við að við finnum neitt dansiball því danskurinn virðist ekki…

  • Alltaf svo gaman með unga fólkinu.

    Herbert missti skóinn. Hvernig klæðir maðursvona strák aftur í skóinn sinn?  Hérna er litla manneskjan í kápu sem Guðbjörg móðursystir hennar notaði árið 1973, þegar húnvar á sama aldri-  Ekki slæm nýting.  ———————— Systkinin í Ásakórnum eru sæl á svip í nýju heimkynnunum og mikið er nú gott að vera elskaður svona mikið.   Njótum helgarinnar og látum…

  • Komin skýring.

    Já, skýringin er komin á bakveseninu í mér. Ég  var að fá niðurstöðu úr segulómskoðuninni, sem ég fór í um daginn og lýsingin á því sem að er nær niður heila blaðsíðu. Þegar læknirinn heilsaði mér áðan, þá spurði hann hvernig ég hefði það. Ég sagði að ég væri nú mikið betri en ég hefði verið…

  • Flutt.

    Grundartjarnarfjölskyldan er flutt í Ásakórinnog getur hætt að skjálfa með hinum Árnesingunum. Ég óska þeim til hamingju með nýju íbúðina sínaog vona að þeim eigi eftir að líða vel hérna í Kópavoginum

  • Grundartjarnarfjölskyldan er flutt í Ásakórinn. Ég óska þeim til hamingju með nýju íbúðina sínaog vona að þeim líði alltaf vel hérna í Kópavoginum

  • Hvað er tilviljun?

    Það væri gaman að vita hver ykkar skilgreining á tilviljun er. Þær eru alla vega merkilegar þessar svokölluðu tilviljanir. Þegar fólk hefur naumlega sloppið við að lenda í ýmsum hremmingum eða slysum, vegna þess að eitthvað óvænt hefur komið í veg fyrir að það sé á þeim stað sem slys verður á, en hefði í raun átt…

  • Svo gaman í dag.

    Ég get nú ekki á mér setið að segja minni kæru dagbók frá því hvað dagurinn var skemmtilegur hjá okkur. Þegar við vöknuðum í morgun þá ákváðum við að gera eitthvað skemmtilegt í dag. það var úr mörgu að velja, en við ákváðum að byrja á afmæli Hafnarfjarðar. Það var látlaust búið að auglýsa afmælisveisluna og þar sem…