Author: Ragna

  • Á að stimpla alla fyrir einn ?

    Okkur var boðið í heimsókn  á sunnudegi fyrir viku síðan til hennar Össu (eins og við köllum hana), sem nú býr í íbúðinni hans Hauks. Það er alltaf öðru hvoru verið að hnýta í þá útlendinga sem hér eru.  Ég hef ekki verið neinn eftirbátur annarra í þeim efnum, þó engan útlending hafi ég þekkt.  Ég er á…

  • Hún á afmæli í dag, hún á …..

    Hún á afmæli í dag hún Edda systir mín. Hann Oddur heitinn hefði einnig átt afmæli í dag því hann var fæddur 4. maí og þetta er líka afmælisdagur Birgis tengdasonar Eddu. Já 4. maí er mikill afmælisdagur. En systir mín hefur vinninginn og á stærsta afmælið, hún er 70 ára, svo ótrúlegt sem það nú hljómar, enda konan…

  • Góða helgi.

     Eftir þetta vanalega nudd og þrýsting á mína aumustu punkta, sem hann Jakob sjúkraþjálfari er svo fundvís á, og eftir að hafa legið í hálftíma með nálar sem stungið hafði verið á nokkra auma staði, þá lá ég reyrð niður á togbekkinn næsta hálftíma með eitthvað það bundið um iljarnar sem gaf rafstraum upp fæturna, mænuna og…

  • Smá fréttir af þeirri gömlu

    Loksins er ég búin að koma mér upp smá tölvuaðstöðu í einu horninu hérna í gestaherberginu. Ég fékk mér fartölvu og hélt að ég þyrfti ekki annað en setjast með hana á hnén einhversstaðar sem ég tyllti mér niður, en þannig fann ég mig ekki í að gera annað en flakka aðeins um netið og  komst ekki í…

  • Fyrir 100 árum.

    Já það eru 100 ár í dag síðan hann pabbi minn Jón Pálsson fæddist í Reykjavík.  Daginn mun hafa borið upp á Sumardaginn fyrsta og upp frá því var Sumardagurinn fyrsti sá dagur sem haldið var upp á afmælið hans.  Áður en lengra er haldið þá er hér mynd af Jóni Pálssyni. Hann pabbi var um margt merkilegur maður sem vann…

  • Töfratréð.

    Töfratré – undur vorsins eins og þetta fallega tré kallast, er eina lifandi jurtin sem ég tók með mér úr Sóltúninu til þess að gleðja mig í nýju heimkynnunum.  Töfratréð mitt er nú hérna á svölunum hjá mér og skartar um þessar mundir bleikum fínlegum blómum sem ég fylgist með á hverjum degi og það sem meira…

  • Að sofa hjá.

    Já nú rekur ykkur sjálfsagt í rogastans yfir því hvað gamla konan muni nú bera á borð fyrir ykkur. Þannig er að ég á mág (bróðir Odds heitins), sem er einstaklega mikill grallari og orðheppinn.  Mér finnst það allavega þegar brandararnir eru ekki á minn kostnað, ha.ha. ´ Við vorum að tala saman í síma…

  • Nóg að gera og gaman að vera til.

    Mikið er nú gaman að fylgjast með sólinni hækka á lofti og daginn lengja. Við erum alltaf öðru hvoru að skreppa í bíltúra og skoða ný hverfi og það er sko nóg af þeim. Það er alveg ótrúlegt hvað það er búið að byggja mikið t.d. í Garðabænum í svokölluðu bryggjuhverfi og einnig í gamla bænum í…

  • Hugleiðingar eldsnemma að morgni.

    Á morgnanna þegar ég vakna allt of snemma, þá er gott að lúra með MP3 spilarann sinn og hlusta á útvarpið. Hlusta ég þá yfirleitt fyrst á endurtekið efni á Útvarpi Sögu og síðan eftir klukkan sjö á lestur úr leiðurum blaðanna á RUV. Oft kemur það þá auðvitað fyrir að ég dotta á milli…

  • Á morgnanna þegar ég vakna allt of snemma þá er gott að lúra með MP3 spilarann sinn og hlusta á útvarpið. lusta ég þá yfirleitt fyrst á endurtekið efni á Útvarpi Sögu og síðan eftir klukkan sjö á lestur úr leiðurum blaðanna á RUV. Oft kemur það þá auðvitað fyrir að ég dotta á milli,sem…