Author: Ragna

  • Aðallega áminning til sjálfrar mín.

    Við vorum í svo fínu fimmtugsafmæli á Selfossi í dag. Veðurspáin í gær leit nú þannig út að ég veðurhrædda konan reiknaði ekkert með því að það yrði fært yfir Hellisheiðina, en raunin varð önnur og við fórum með Guðbjörgu, Magnúsi Má og Ragnari í afmælið hans Jóa tengdasonar systur minnar.  Alltaf svo gott að…

  • Hugarorkan betri en allar heimsins verkjatöflur.

    Það er alveg ótrúlegt hvað mér líður miklu betur í dag. Á föstudaginn þurfti ég hjálp til þess að komast út úr rúminu, náði ekki djúpa andanum og gat varla á nokkurn hátt hreyft mig án þess að æja af verkjum.  Nú ætla ég hinsvegar að komast á gömludansanámskeiðið í kvöld. – Ég hefði ekki trúað…

  • Skrýtin vika – Hvað er aftur síminn hjá vælubílnum?

    Það var sko gott að ég tók allt í einu þá ákvörðun að koma heim úr bústaðaferðinni á mánudeginum en ekki á þriðjudeginum eins og til stóð í upphafi því ekki hefði ég viljað viljað vera í sumarbústað næstu nótt.  Mánudagurinn var hins vegar svo fallegur og það var alveg dásamlegt að aka heim í…

  • Haustfrí með fjölskyldunni – Gleði, gleði.

    Það var búin að vera mikil tilhlökkun í gangi hjá fjölskyldumeðlimum ungum og eldri 🙂 og tilhlökkunarefnið var að fara saman á Reynistað í Úthlíðarlandi og eiga þar saman góða daga í árlegu haustfríi skólanna. Hér eru nokkrar myndir, sem segja  svona undan og ofan af samveru okkar í sveitinni þar sem náttúran og veðrið…

  • Allt að fara í gang þetta haustið.

    Haustið hefur verið bæði fallegt og skemmtilegt.  Eins og gengur eru dagarnir auðvitað misjafnir, þó í eðli sínu séu þeir allir jafn góðir. Það er bara misjafnt hvernig maður nýtir þá hverju sinni.  Það er svo margt sem fer í gang aftur eftir sumarleyfi, eins og gamli, góði, ómissandi saumaklúbburinn minn sem er 49 ára…

  • ♥ Hjartað

    ♥ Hann Gunnar Eyjólfsson segir í Qi Gong, að það sé hjartað sem geymi tilfinningarnar en heilinn stjórni upplýsingunum. Mitt hjartans mál er að benda á að október er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein. Höfum hugfast að við megum aldrei sofna á verðinum því líkami okkar er gersemi í okkar ábyrgð og umsjá og það á…

  • Akureyrarferðin.

    Það var mikil spenna að komast til Akureyrar í stelpuferð, en við mæðgur  ætluðum þrjár saman með Karlottu norður, því hún ætlar að vera áfram í MA og skólinn byrjar núna á mánudaginn.  Á föstudag var Sigurrós hins vegar komin með hálsbólgu, kvef og hita svo hún varð úr leik, en Oddur Vilberg kom í…

  • Ha,ha,ha.

    Jæja krakkar mínr komið þið sæl. Það er gott að maður getur gert grín að sjálfum sér, en ég bæði hlæ, en skammast mín jafnframt fyrir það hvernig útgangurinn hefur verið á mér í dag, án þess að ég hefði hugmynd um. Það var ekki fyrr en seinni partinn, þegar mér varð litið í spegil,…

  • Ferð sumarsins, þó það sé komið haust og ferðin hafi bara tekið einn dag.

    Veðurspáin var svo falleg og  hún stóðst alveg að þessu sinni. Mig var lengi búið að langa til þess að komast í Reynisfjöru og skoða drangana þar, svo ákveðið var að ferðinni yrði heitið til Víkur með aðalstoppinu við Reynisdranga.  Húsbíllinn er kominn í vetrarfrí og ró hans verður ekki raskað fyrr en á sumri…

  • Leyndarmálið

    Eftir að hitta jákvæða og góða vinkonu í Nauthól, þar sem við borðuðum alveg rosalega fína súpu í hádeginu,  fór ég beint inn í Kringlu til þess að kaupa mér bókina Secret eftir Rhondu Byrne. Ebbu hafði verið gefin þessi bók og hún sagði mér hvað henni finndist bókin vera bæði falleg og frábær. Hún…