Author: Ragna

  • Kæra dagbók.

    Ég er enn ekki farin að prufa strætóinn því ég er enn haltrandi og ætla því að bíða þar til ég er viss um að geta komist inn í strætóinn og út úr honum aftur. Ég fór til Jakobs sjúkraþjálfara í dag. Hann var ekki ánægður með ástandið á mér og sagði að ég væri…

  • Góð helgi.

    Á laugardaginn komu dæturnar mínar, tengdasynir og barnabörnin í heimsókn, allir nema Oddur minn, en amma skildi það vel að hann langaði meira til að hitta vin sinn sem var að flytja á Eyrarbakka. Honum var boðið í fyrstu heimsóknina þangað og  til að gista. Svo var fleira spennandi því vinurinn var að eignast hund sem Oddur hafði ekki…

  • Á næstu grösum.

    Nú erum við smám saman að kynnast betur umhverfinu hér og líkar vel. Haukur byrjaði fyrir nokkrum dögum í líkamsrækt í Nautulus sem er á efri hæði  í sundlauginni hérna  í Versölum. Í morgun fór ég svo í minn fyrsta tíma. Ég átti pantaða leiðsögn og mætti því á tilsettum tíma. Það var hins vegar eingöngu…

  • Geta skal þess sem vel er gert.

    Það er oft talað um unglingana okkar þegar eitthvað neikvætt er í gangi en sjaldnar er getið um góða hluti.  Ástæða þess að ég geri þetta að umræðuefni er sú að mig langar til að tala jákvætt um unglinga. Það er nefnilega mikið af ungu fólki að gera svo góða hluti og stunda af kappi íþróttir, dans…

  • Til hamingju Magnús Már

    Ég óska honum Magnúsi Má tengdasyni mínum innilega til hamingju með afmælið.  Svo er þetta líka skírnarafmæli Ragnars Fannbergs en hann var skírður á afmælisdegi pabba síns.  Ég hugsa mikið til þeirra feðga í dag.  Nú kemur tengdó ekkert í afmæliskaffi í Grundartjörnina, enda allt á kafi í snjó eina ferðina enn.  Það var samt á…

  • Loksins.

    Venjan er sú að ég er svo spennt að hlaða myndum af myndavélinni minni inn á tölvuna, að ég geri það samdægurs. Nú var ég hinsvegar loksins að hlaða inn myndum allt frá febrúar til dagsins í dag.  Inni í þeim pakka eru þrjú albúm frá afmælunum í marz  og myndir úr nýju íbúðinni okkar að ógleymdri Tenerife ferðinni…

  • Enn á fullu.

    Enn erum við á fullu fram eftir öllum kvöldum en  þetta er nú að klárast. Í dag voru settar fleiri hillur í litla þvottahúsið svo allt fái nú sitt pláss. Svo vorum við að setja upp gardínustangir i svefnherbergjunum og ég var, núna klukkan rúmlega eitt um nótt að klára að falda gardínur fyrir gestaherbergið.…

  • Styttist í

    að lífið taki á sig eðlilega mynd.  Við skilum Sóltúninu á morgun. Þá loks má segja að við séum endanlega flutt og getum stigið af rússibananum  til þess að hefja nýtt íf á nýjum stað. Ég hef enn ekki gefið mér tíma til þess að setja inn myndir en þær koma. Bið að heilsa ykkur öllum í…

  • Fallegur dagurinn í gær – Tilviljanirnar..

    Já það var fallegur dagurinn sem hún tengdamamma blessuð fékk til þess að kveðja endanlega þennan heim. Veðrið var fallegt þó það væri svalt, athöfnin í Háteigskirkju var falleg og söngurinn.  Eftir athöfnina  voru veitingar í safnaðarheimilinu og það var, eins og alltaf,  gaman að heilsa upp á marga góða vini sem höfðu komið til að…

  • Í dag

    verður hún tengdamamma lögð til hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Keldum á Rangárvöllum eftir kveðjuathöfn í Háteigskirkju, sem var kirkjan hennar lengi vel þegar hún bjó í Bólstaðarhlíðinni og síðan í Stórholtinu.  Svona var hún alltaf fín og glæsileg.