Author: Ragna

  • Hann á afmæli í dag

    hann elsku besti Ragnar Fannberg nafni minn og er orðinn tveggja ára.  Innilega til hamingju með daginn elsku snáðinn minn. Nú er amma það langt í burtu að hún skreppur ekki í dag til þess að gefa knús en á næsta sunnudag kemur amma sko í afmælisveislu mars afmælisbarnanna og þá verður mikið knús.  Ég…

  • Örfréttir.

    Nú fer að styttast í að ég afhendi íbúðina á Selfossi og sé endanlega flutt. Við höfum verið eins og jójó á milli Selfoss og Kópavogs undanfarið að sækja dót og á annan í páskum hjálpaði Guðbjörg mér að byrja að gera hreint og þar sem hún er mikil valkyrja til verka þá fórum við langt…

  • Kveðjustund.

    Færslan mín í dag er ekki um flutninginn í Kópavoginn eins og þið vinir mínir hafið beðið eftir. Ég minnist hins vegar á þessari stundu hennar tengdamóður minnar, Guðbjargar Oddsdóttur, ömmu stelpnanna minna, sem kvaddi þennan heim fyrir nokkrum klukkustundum eftir langvarandi og erfið veikindi.  Við höfum daglega í nokkra daga verið að kveðja hana og ekki búist…

  • Síðasta nóttin hér.

    Þá er dagur að kvöldi kominn og tvær mannverur 60+ leggjast til hvílu frekar þreyttar en spenntar fyrir morgundeginum.  Við náðum að mála loft og veggi í öllu nema gestaherbergi og þvottahúsí, á tveimur dögum – geri aðrir betur. Mest mæddi nú á Hauki því ég átti tíma hjá augnlækni í gær og heimsóknin sú…

  • Smá kveðja úr stressheimum.

    Það er lítið sem ég hef tíma til að kíkja til ykkar kæru bloggvinir. Við vorum í allan dag að undirbúa málningu, líma límbönd á alla kanta, taka nagla úr veggjum og sparsla. Haukur málaði loftin í gær og á morgun getum við vonandi sett fyrstu málningarumferðina á svefnherbergið og stofuna svo verður bara að…

  • Það er eins og gerst hafi í gær.

    Já þeir eru ljóslifandi fyrir mér dagarnir sem barnabörnin mín hafa litið sitt fyrsta ljós í þessum heimi.  Fyrir nákvæmlega ári síðan þá var einn slíkur dagur, því þann 10. mars 2007 þá fæddist þeim Sigurrós og Jóa lítil stúlka. Hún olli okkur nokkrum áhyggjum til að byrja með því daginn sem hún fæddist kom í ljós að hún var…

  • Halló, halló þá er ég nú komin aftur sólbrún og sæt –

    aðallega þó sólbrún því hitt hefur nú lítið lagast. En það er ekki hægt annað en vera sæl og glöð með ferð í slíka Paradís sem Tenerife er. Reyndar var ég svo lasin þegar við fórum og var í viku að jafna mig úti og síðan var Haukur svo slappur fyrstu dagana, að við vorum alvarlega…

  • Bloggpása framundan.

    Ég hef ákveðið að taka mér bloggpásu og skoða ekki heimasíðuna mína eða setja neitt inná hana þangað til í byrjun marz. Ágætt að fara í pásu öðru hvoru og hvíla sig á tölvunni. Geymið að setja gullkornin ykkar í orðabelginn þar til tölvan verður opnuð aftur og vonandi verður þá eitthvað fréttnæmt sem hægt…

  • Og það snjóar og snjóar, og snjóar, og snjóar og það snjóar, og þ…

    Ég veit ekki hvað það rúmast mikill snjór þarna uppi í himinhvolfinu  en hérna niðri er komið meira en nóg.   Það er svo mikill snjórinn í kringum okkur hérna í Sóltúninu að það nálgast það sumstaðar að ná upp að þakbrún. Það er ennþá alveg fullur pallurinn af snjó og nær 2/3 upp á alla glugga, bæði…

  • Dugleg stelpa í dag.

    Mikið rosalega er ég nú búin að vera dugleg í dag. Maður verður að hæla sér sjálfur ef ekki vill betur til.  Ég var nú vöknuð og komin fram um klukkan sjö og datt í hug að skoða vel hvað væri í frystiskápnum því best væri að vera búin að klára sem mest úr honum…