Author: Ragna

  • Allt í góðumm gír.

    Það er auðvitað alltaf þetta nema…. þegar það er allt gott að frétta. Nú er ég nefnilega komin með ferlega leiðinlegt kvef, rám og með hósta. Vonandi verður það nú orðið gott eftir nákvæmlega viku því þá á ég að vera að stíga um borð í flug til Tenerife. Ég drekk því í gríð og…

  • Rússibaninn hefur stöðvast. Sagan sögð.

    Í lok janúar ræddum við Haukur það fyrir alvöru að flytja okkur í bæinn aftur. Það er nefnilega svo, að þrátt fyrir það hvað okkur hefur liðið vel hérna á Selfossi og líkað vel að vera í litlu samfélagi, þá fylgja því líka ókostir og aðal ókosturinn er fjárans Hellisheiðin. Fólk sem alltaf hefur búið hér segist…

  • Vöknuð til lífsins.

    Þau tíðindi hafa gerst að hún Guðbjörg mín er vöknuð eftir Þyrnirósasvefninn á heimasíðunni sinni.    Hér  er síðan hennar

  • Fréttir á leiðinni.

    Bíðið þolinmóð – eins og ég.  Hann var góður þessi. 🙂

  • Er að fara á límingunum

    enda aldrei verið spennufíkill. Meira seinna.

  • Á fullri ferð í rússibananum.

    Ekki átti ég nú von á því að hlutirnir gengju svona hratt og fyrirhafnarlítið fyrir sig við söluna á Sóltúninu þó ég vissi í hjarta mínu að ég að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að fallega húsið mitt seldist ekki fljótt.  En ég átti ekki von á að vera búin að selja áður en…

  • Já svona fór um sjóferð þá.

    Jæja krakkar mínir,  ég sé að ég hef talað um að birta úrlausnina. Úrlausn í svona máli kemur auðvitað ekkert fljúgandi svona eins og litlu fuglarnir koma á pallinn. Nei, þetta tekur sinn tíma og það er gott og blessað því ekkert liggur á. Svona til að fyrirbyggja allan missilning strax, þá á Svanfríður ekki…

  • Pælingar og enn meiri pælingar.

    Ég var að taka stóra ákvörðun í vikunni, ákvörðun sem skiptir mig miklu máli, svo vert er að vanda vel til verksins. Hugmyndina að þessari ákvörðun fékk ég fyrst í fyrravetur, síðan hugsaði ég nú ekki mikið um hana í sumar, en í haust fór hugmyndin að ásækja mig að nýju. Þar sem þessi hugmynd hefur ekki látið mig í…

  • …og enn snjóar og snjóar og snjóar.

    Já það er ekkert lát á snjókomunni og núna klukkan þrjú eru vinkonurnar líklega að setjast að krásunum hjá henni Ástu í saumaklúbbnum í borginni, en það snjóaði svo í morgun og um um hádegið að ég þorði ekki einu sinni með rútunni. Síðan kom smá hlé og ég fór að fá bakþanka og kíkti…

  • Nú leggst ég undir feld og hugsa ráð mitt.

    Úti er alltaf að snjóa og snjóa og snjóa. Það þurfti ekki meira til en það, að ég var boðuð í saumaklúbb til Reykjavíkur á morgun, að allt færi á bólakaf í snjó.  Það er ekki spurning hvað veðrið hefur orðið ótrúlega mikil áhrif á líf mitt.  Það þarf ekki alltaf snjó til að maður leggi…