Author: Ragna

  • Góða helgi.

    Hvílík tilbreyting hvað veðrið hefur verið gott síðustu daga. Ég ákvað að bíða ekki eftir frekari stormi og rigningu og skellti mér í bæjarferð. Ég fór fyrst til Sigurrósar og Rögnu Bjarkar en sú síðarnefnda sem nú er orðin 10 mánaða, dafnar af miklum krafti eins og sjá má ef þið farið inn á síðuna hennar…

  • Fyrsta verkefni ársins.

    Mér hlotnaðist sá heiður eftir áramótin að fá að fara með hann Ragnar Fannberg í aðlögun á leikskólann. Þetta er heilmikið prógram og ég fékk stundaskrá til þess að vita nú alla tilhögunina. Hann nafni minn var sá eini af börnunum sem kom með ömmu með sér því foreldrar komu með hinum börnunum. En þegar…

  • Mér hlotnaðist sá heiður eftir áramótin að fá að fara með hann Ragnar Fannberg í aðlögun á leikskólann. Þetta er heilmikið prógram og ég fékk stundaskrá til þess að vita nú alla tilhögunina. Hann nafni minn var sá eini af börnunum sem kom með ömmu með sér því foreldrar komu með hinum börnunum. En þegar…

  • Að kvöldi þrettándans.

    Þá eru enn ein blessuð jólin á enda, þessi hátíð sem svo sannarlega lýsir upp skammdegið hjá okkur og fyllir okkur notalegheitum á allan hátt. Jólaskrautið er nú allt komið í kassa uppi í hillu, búið að þrífa og á morgun er bara venjulegur dagur. Ég hef ábyggilega sagt það áður, að eins og  mér finnst skemmtilegt að…

  • Nýjárskveðja.

      Ég óska ykkur kæru vinir mínir nær og fjær gleði og friðar á árinu 2008 og vona að þið náiðað koma settum markmiðum ykkar í framkvæmd.Um leið vil ég þakka ykkur fyrir góða samveru á árinu sem er að líða. Sú samvera, hvort sem húnhefur verið augliti til auglitis eða hérna ítölvunni minni hefur nú…

  • Í kyrrðinni á jóladagsmorgun.

    Hafið þið ekki fundið miklu kyrrðina sem er yfir öllu á jóladagsmorgnum?  Þrátt fyrir það að við fórum seint að sofa á aðfangadagskvöld þá vaknaði ég mjög snemma á jóladag. Ég fór fram og kveikti á öllum jólaljósunum og jólatrénu ásamt nokkrum kertum. Svo settist ég niður inni í stofu og lét hugann reika til liðinna…

  • GLEÐILEG JÓL.

    Nú er allt að verða tilbúið til þess að taka við hátíðinni sem í hönd fer. Þegar ekið er um göturnar, hvort sem er hér í Árborg eða í borginni, þá þekur nú ljósadýrð hús og garða sem aldrei fyrr og jólaverslunin hefur aldrei verið blómlegri segja spekingarnir í fjölmiðlunum.  Stóru ísskáparnir eru nú úttroðnir af…

  • Annað en til stóð.

    Ég fór með Guðbjörgu í Kópavoginn í gær til þess að sækja börnin sem höfðu verið hjá pabba sínum um helgina. Við fórum snemma til þess að hafa tíma til að skreppa aðeins í Smáralindina. Þetta er nú það fyrsta sem ég kem í stórmarkað á þessari aðventu, ef Londonferðin er ekki talin með. Það…

  • Þess ber að geta sem vel er gert.

    Við fórum á jólatónleika í gærkveldi, en það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt því flestir fara á jólatónleika einu sinni eða oftar á aðventunni.  Það sem mér finnst hinsvegar fréttnæmt er það, hvað hægt er að gera með bjartsýnina nánast eina að vopni. Hér á Selfossi er maður nokkur sem heitir Kjartan Björnsson, en hann fær ýmsar…

  • Hó, hó, hó. Hér er ég.

    Ér er sem sé hér á sveimi eins og sjálfir jólasveinarnir. Það hefur heldur lítið farið fyrir mér og ég lítið pláss tekið í bloggheimum undanfarið.  Fyrst var það fjárans kinnholubólgan sem var að angra mig svo að ég marg settist við tölvuna en hafði enga orku og  stóð upp aftur án þess að skrifa neitt.…