Author: Ragna

  • Mæðgurnar í London.

    Það er nú kominn tími til að sýna á sér lífsmark. Lundúnarferð okkar mæðgna tókst með miklum ágætum. Samt sem áður fór auðvitað ótrúlega mikill tími í búðarráp enda ekki við öðru að búast því það er ekki of sterkt til orða tekið þegar ég segi að það hafi verið örtröð á Oxfordstræti um helgina og…

  • Skrýtinn sólarhringur.

    Já þetta hefur vægast sagt verið skrýtinn sólarhringur. Ég tók fram töskurnar í gær eins og til stóð, fór síðan í vatnsleikfimina og nokkru eftir að ég kom heim þá byrjuðu skjkálftarnir. Fyrst hélt ég að það væri verið að sprengja eitthvað hérna nærri en hugsaði síðan ekkert meira um það fyrr en næsta sprenging…

  • Að lífið sé skjálfandi – líkar mér ekki.

    Ég vil bara í ljósi færslunnar sem ég ritaði fyrr í dag láta það koma skýrt fram að dansinn minn orsakaði ekki alla jarðskjálftana sem við höfum upplifað síðasta einn og hálfa tímann. Frekar óhugnarlegt, en þessir skjálftar eiga upptök sín hérna  við Laugardæli, þar sem ekið er úr bænum í austurátt.  Sem sagt við…

  • Á ég eða?

    Nú er fyrir alvöru farið að telja niður til Londonfararinnar og ferðatöskurnar hafa verið sóttar í bílskúrinn og þær komnar inn á gólf í svefnherberginu.  Þar sem ég er snillingur í því að gera einfalda hluti flókna þá er núna einum og hálfum degi fyrir brottför um það bil að hefjast hringdansinn. Þessi dans bæri vel nafnið…

  • Að spjara sig.

    Nú er vika til stefnu. Við mæðgurnar ætlum að láta gamlan draum rætast og fara saman í stutta ferð til London næsta fimmtudag.   Ég var að segja mági mínum frá þessu þegar hann talaði við mig á afmælisdaginn minn og það fyrsta sem honum datt í hug var  "En hvað með börnin?"  Þar sem þessi mágur…

  • Garðar kvaddur.

    Enn á ný hefur ein okkar í saumaklúbbnum mínum misst manninn sinn.  Garðar Steinarsson, flugstjóri maður Ástu, verður kvaddur hinstu kveðju frá Neskirkju í dag.  Garðar var yndislegur maður hlýr og sannur. Það komu sérstaklega upp í huga mér í morgun tvær minningar tengdar Garðari og báðar tengjast þær flugferðum. Hún verður alltaf minnisstæð flugferðin sem við Edda…

  • Mikið gaman þessa helgina.

    Ég þakka allar afmæliskveðjurnar sem ég hef fengið í dag og reyndar i gær líka. Magnús sendi mér svo fína kveðju á heimasíðunni sinni í dag – það frétti ég í góðu símtali sem ég fékk.  Í gær var ég með smá afmæliskaffi fyrir afkomendurna og Edda systir mín og Jón Ingi komu líka. Ég var búin…

  • Daman orðin stór.

    Mér finnst svo gaman í lok hverrar viku að bíða eftir samanburðarmyndunum af henni Rögnu Björk, ömmustelpunni minni og honum Herbert dúkkustráknum hennar Sigurrósar. Þessi mynd er tekin núna um helginaþegar mín varð 8 mánaða gömul   .. og þessi er tekin þegar hún var 6 vikna gömul.   Það hefur orðið mikil breyting á, bæði hvað…