Author: Ragna

  • Tókum þátt í óvæntri uppákomu.

    Á fimmtudaginn fórum við í bæinn, vorum framan af degi í ýmsum útréttingum,  en um miðjan dag fórum við suður í Hafnarfjörð  til þess að taka þátt í miklu samsæri.  Hugljúf dóttir Hauks (sem býr á Jótlandi) var búin að skipulegga heilmikið "Surprise" fyrir manninn sinn, í tilefni af þrítugsafmæli hans. Hún og allir sem…

  • Hraðlestin.

    Enn er tíminn á hraðferð og maður reynir eftir megni að hanga á þeirri hraðlest.Þegar ég var barn og unglingur þá fannst mér tíminn oft líða svo hægt og það sem ég hlakkaði til var alltaf eitthvað svo langt í burtu. Svo komst nú jafnvægi á þetta svona á þrítugsaldrinumog fertugsaldrinum og jafnvel á fimmtugsaldrinum, en þá fór þó aðeins að bera…

  • Í dag er það brandari,

    sem ég fékk sendan í tölvupósti.  Ég læt hann flakka enda svo sem ekkert nýtt í fréttum. "Elsku mamma, Fyrir ári síðan lét ég skipta um alla glugga í húsinu . Ég keypti þessa dýru tvöföldu með orkusparandi einangrunarhúðinni. Svo í gær, ég meina það sko, hringdi verktakinn sem seldi mér rúðurnar. Hann sagðist hafa lokið…

  • Tralla,lalla, la.

    Ég hef nú aldeilis haft öðrum hnöppum að hneppa undanfarna daga en að vera í tölvunni, eins og  glögglega má sjá á færslufátækt á heimasíðunni minni.Það hefur staðið til lengi að mála holið og stofuna. Um daginn kom ég mér í gírinn og byrjaði að mála hjá mér holið og Haukur hjálpaði mér síðan að…

  • Svolítið skömmustuleg.

    Það var einstaklega fallegt veðrið í gærmorgun. Allt hvítt og sólin skein í heiði, meira að segja á Hellisheiðinni. Ég varð því mjög undrandi þegar ég var í óða önn að undirbúa að aka til Reykjavíkur í saumaklúbb, að Sigurrós hringdi og sagði mér að það væri svo mikil snjókoma í Kópavoginum að hún sæi bara…

  • Vetrarfrí í Brekkuskógi.

    Það var búin að vera mikil tilhlökkun í fjölskyldunni að fara í bústað í vetrarfríinu í skólanum. Amma og afi eru svo heppin að fá enn og aftur að vera með unga fólkinu okkar hérna á Selfossi í bústað í þessu árlega skólafríi. Að þessu sinni var ferðinni heitið í Brekkuskóg en í fyrra vorum við í…

  • Tölvuheila er hægt að uppfæra og bæta við minnið en….

    Munurinn er mikill á tölvuheilanum í tölvunni hjá mér, sem er ótrúlega fullkominn og  heilanum sem situr í kúlunni efst á líkamanum. Sá fyrrnefndi lætur útlitslega ekkert á sjá og ef hann þarf á auknu minni að halda þá er hægt að skipta út minniskubbnum og fá stærri og öflugri.  Þetta hef ég reynt með góðum árangri Það er hinsvegar allt…

  • Í vætutíðinni.

    Aðeins sást í bláan himin í dag, en það var nú bara í augnablik.  Í gær var enn einn rigningardagurinn og þegar rigningin drundi á gluggunum klukkan hálf eitt um hádegið varð mér hugsað til þess að ömmustubburinn minn ætti að fara í gítartíma og yrði hundblautur af að ganga alla leið í tónlistarskólann og það fannst ömmu nú ekki…

  • Ja, nú spyr ég aftur Hvað er nóg?

    Ég var aldrei liðtæk í íþróttum eða góð í leikfimi á mínum yngri árum, en nú er ég sko rækilega að reyna að bæta fyrir gamla leti og ódugnað.  Ekki svo að skilja að þið eigið eftir að sjá mig á íþróttasíðum dagblaðanna eða í íþróttafréttum sjónvarpsins. Nei, af og frá.  Það sem ég er að…

  • Hverjum á að trúa þegar allir segjast segja satt?

    Já, nú haldið þið að Ragna sé loksins að koma með einhverja vitræna færslu en því miður er ekkert slíkt að finna hér.  Ég ætla þó aða leyfa fyrirsögninni að standa þrátt fyrir það að ég er búin að eyða út öllum textanum sem ég var búin að skrifa um pólitík síðustu daga.  Ég sá að best…