Author: Ragna

  • Vikan á enda.

    Hvernig væri nú að heilsa aðeins upp á dagbókina sína sem hefur verið látin afskipt í nokkra daga.  Ekki er það nú af því að ekkert hafi verið að gerast þessa vikuna. Á miðvikudaginn byrjuðum við að mála sjónvarpsholið. Það er nefnilega löngu kominn tími á allsherjarmálningu innahúss. Reyndar var ég aðallega í þessu sjálf því…

  • Hefðbundnar eða óhefðbundnar lækningar – hver á að dæma?

    Pétur Tyrfingsson sálfræðingur var gestur Kastljóssins á mánudagskvöldið og fór mikinn þegar hann gerði lítið úr störfum þeirra sem stunda höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og reyndar yfirfærði hann þetta á alla þá, sem stunda það sem í daglegu tali er kölluð óhefðbundin læknismeðferð. Það mátti skilja það sem hann sagði svo, að þarna væri eingöngu verið að…

  • Einkennileg afgreiðsla.

    Ég fór að versla í  Bónus rétt eftir hádegi á föstudag sem er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það hvað afgreiðslan sem ég fékk við kassann var og er mér algjörlega óskiljanleg. Það var kona að vinna á kassanum og hún var að afgreiða konu sem var á undan mér í röðinni. Þegar…

  • Gaman, gaman.

    Já það var svo sannarlega gaman hjá okkur í kvöld því við fengum góða gesti í heimsókn. Þegar ég vissi að Þórunn og Palli væru að koma í heimsókn til Íslands frá Portúgal þá lagði ég inn pöntun um að fá þau í mat til okkar á Selfoss. Í dag var svo komið að því…

  • Langar til að vita.

    Þar sem ég er enginn enskusérfræðingur, þrátt fyrir það að ég geti sæmilega bjargað mér á ensku í tali og rituðu máli,  þá langar mig til þess að vita hvort orðasambandið "að axla ábyrgð"  þýðist beint yfir á ensku. Tilefnið er nefnilega það,  að ég heyrði og sá í sjónvarpinu frá ræðu sem Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra var að…

  • Gestrisni í Álftaveri.

    Nú ætla ég að klára ferðasöguna okkar frá því um síðustu helgi. Sunnudagurinn rann upp  með alveg þokkalegu veðri. Reyndar var ennþá mjög hvasst en það var mun minni rigning en á laugardeginum. Eftir góðan morgunverð á Höfðabrekku var haldið úr hlaði og nú var brunað beint í Álftaver.  Það lætur ekki mikið yfir sér…

  • Kvatt.

    Í dag fórum við Haukur í Áskirkju til að vera við jarðarför gamla vinar míns hans Sigurðar Guðmarssonar.  Það var fjölmenni við athöfnina og athygli vakti að hægra megin í kirkjunni  sátu einir 40 – 50 slökkviliðsmenn í viðhafnarbúningum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þegar athöfninni lauk þá gengu þeir fylktu liði út á undan kistunni og röðuðu sér frá…

  • Helgin sem spáð var stormi og rigningu á Suðurlandinu.

    Þá er komið að því að segja frá ferðalaginu okkar um helgina. Við fórum í árlega haustferð Steinasafnafaklúbbs ISAL, en Haukur hefur verið félagi í því síðan það var stofnað af starfsmönnum ISAL fyrir einhverjum áratugum. Í ferðinni að þessu sinni vorum við 25, sem er óvenju fátt, en einhverjir höfðu forfallast. Við Haukur komum í…

  • Fallegt augnablik.

    Veðrið hefur verið fallegt í dag og birt eftir því sem liðið hefur á daginn. Þegar við sátum og horfðum á sjónvarpsfréttirnar áðan þá tók ég eftir því að fallega birtu lagði inn um stofugluggann. Ég þurfti ekki meira til en spratt á fætur náði í myndavélina og stökk út á pall aðeins á stuttermabolnum…

  • Lífið breytilegt frá degi til dags.

    Einn daginn döpur og annan glöð, það er gangur lífsins.  Það var svona skemmtileg fjölskylduhelgi hjá okkur aftur þessa helgi og Sigurrós, Jói og Ragna Björk gistu og Guðbjörg,  Magnús Már og Ragnar Fannberg komu í heimsókn en stóru krakkarnir voru í Kópavoginum.  Myndir helgarinnar eru hér. Hér mundar Ragnar Fannberg sig til þess að kyssa…