Author: Ragna

  • Döpur einn daginn og glöð þann næsta,

    er þetta ekki það sem lífið snýst um?   Svo er það bara okkar að vera raunsæ og þakklát fyrir hvern dag sem okkur er gefinn. Þá á ég ekki bara við góðu dagana heldur líka þá sem gera okkur lífið erfitt á einn eða annan hátt. Slæmu dagarnir geta nefnilega þroskað okkur og kennt svo…

  • Tvær hliðar á hverju máli.

    Ég las svohljóðandi fyrirsögn í Mbl.is  í morgun "Slökkviliðið gæti sektað Landspítala". Mér fannst þetta forvitnilegt og ldatt helst í hug að brunavörnum væri ábótavant, en þegar ég las áfram þá sá ég að fréttin fjallaði um það að í Noregi hefði slökkviliðið sektað Akers háskólasjúkrahúsið í Osló fyrir að láta sjúklinga liggja á göngum.  Ég…

  • Döpur í dag

    Síminn hringdi þegar ég var að koma inn um dyrnar í morgun. Haukur svaraði, en rétti mér síðan símann. Í símanum var hún Tóta mín af Ásveginum og ég heyrði strax að það var eitthvað mikið að.  Hún var að tilkynna mér að hann Siggi væri dáinn, hann hefði orðið fyrir slysi í gær. Ég vissi strax…

  • Ragna Björk 6mánaða. – Ragnar Fannberg 1árs og 6 mánaða.

    Já þau dafna vel barnabörnin mín og mestan mun sér maður á þeim yngstu, nánast frá degi til dags. Í dag er Ragna Björk 6 mánaða, komin með tvær tennur og farin að sitja ein. Ég segi nú eins og Sobbeggi afi sagði um Lillu Heggu – Hún er orðin svo mikil manneskja þessi elska.  Mamman…

  • Karakterinn

    Við Haukur höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig t.d. fótboltalið getur haft karakter.  Erum við svona skrýtin að finnast að orðið karakter eigi við einstakar persónur en ekki hópa eða lið?  Það  heyrist varla sú íþróttafrétt að ekki sé talað um karakterinn í liðinu, hann sé ýmist góður eða slæmur.  Það er aldrei talað um að liðsandinn…

  • Tók út tengla.

    Ég var í tiltekt áðan og tók út þá tengla sem ekki hafa sett neitt inn hjá sér í hálft ár eða meira. Ég tók líka út þá tengla sem eru læstir og ég hef ekki lykilorð fyrir. Það virðist vera mikið um það að barnasíðurnar séu læstar svo ég sé ekki tilgang í því að…

  • Gaman, gaman það er málið.

    Þá er komið að vikulokum enn einu sinni. Tíminn flýgur á ógnarhraða svo maður verður að hafa sig allan við að hanga á tímalínunni. Það er mikill spenningur í gangi hjá okkur sem unnum saman í "þrælakistunni" eins og vinnustaðurinn okkar var nú oft kallaður. Við höfum nefnilega síðustu daga verið að fá boðskort vegna sextugsafmælis…

  • Hitt og þetta

    Nú verður því ekki neitað lengur að haustið er að taka við af sumrinu. Hvílíkt rok og rigning sem verið hefur síðasta sólarhringinn og dagurinn áberandi farinn að styttast. Hinsvegar var svo gott veðrið á sunnudaginn að við drukkum kaffi hérna úti á pallinum eftir hádegið og nágrannar okkar sem búa hinu megin við götuna komu…

  • Bank, bank

    Ég var að hugsa um það í gær og stressa mig yfir því hvað ég ætti mikið ógert og hefði eitthvað svo lítinn tíma þessa dagana. Skúrinn er t.d. fullur af dóti sem við þurfum að fara í gegnum, ég á eftir að hreinsa blómabeðin fyrir veturinn og það er komið að því að það þurfi að mála hjá…

  • Góða helgi.

    Enn hef ég ekki gefið mér tíma til að sinna þér kæra dagbók. Eftir að við komum úr ferðalaginu höfum við verið að hreinsa og frysta ber og þvo það sem safnast hafði af þvotti. Nú erum við að rjúka í bæinn til þess að skila nýjum leigjanda íbúðinni hans Hauks á Austurbrúninni en í…