Author: Ragna

  • Afmæli á morgun, meira að segja tvö.

    Á morgun 19. júlí á hún Sigurrós mín afmæli og auðvitað fær hún mínar allra bestu afmæliskveðjur. Hamingjan felst í því að ala barn sitt upp sem sjálfstæðan einstakling. Það er sérstök ástæða fyrir því að ég set færsluna inn í dag en ekki á morgun en segi ykkur betur frá því seinna.  En í kvöld verður…

  •   Hamingjan felst í því að gleymaaldrei þeim sem hjálpa okkur að njóta lífsins -fólkinu sem hvetur okkur og aðstoðar á alla lund. ——————— Hugsum um þetta þessa helginaog látum okkur líða vel hvar á jarðarkringlunni sem við erum stöddKannski getum við veitt einhverjum hamingju með þvíað rétta hjálparhönd og hvetja til dáða. Góða helgi.

  • Máttur auglýsinganna,

    en hvað er í gangi hér?  Nú þegar grillvertíðin stendur sem hæst þá heyrir maður auglýstar m.a. nautagrillsteikur, lambagrillsteikur, kjúklingagrillsteikur o.fl..  Ég hrökk hinsvegar við áðan þegar ég heyrði í sjónvarpinu auglýstar JóaFel-grillsteikur og þó að JóiFel sé nokkuð flottur  þá sé ég hann ómögulega fyrir mér sem steik. Þetta er svona álíka og þegar…

  • Að búa sig undir útsölurnar.

    Ég rakst á þessa forvitnilegu fyrirsögn í Mogganum í morgun eftir að hafa hlustað á auglýsingar í útvarpinu þar sem hver verslunin af annarri var að auglýsa að nú væru útsölurnar hafnar. Ég las greinina og fór alvarlega að hugsa um að nota þessi heillaráð sem gefin voru í greininni og skella mér síðan á…

  • Það er leikur að læra

    leikur sá er mér kær, að vita meira og meira, meira í dag en í gær. Það er ekki hár aldur þegar maður er bara fjögurra mánaða en ef maður hugsar um það hversu hraður þroskinn er þessar fyrstu vikur í lífi barns þá verður maður alveg agndofa, eins og reyndar yfir sköpunarverkinu öllu.  …

  • Góð áminning.

    Enn einu sinni gefur bókin min góða um hamingjuna mér heilræði. Mér brá svolítið þegar ég opnaði á þessari síðu því ef ég á að vera heiðarleg, þá játa ég að ég á það til að vera nokkuð dómhörð. En hvernig voga ég mér, með alla mína galla, að vera að dæma aðra. Heilræðin í textanum hérna fyrir…

  • Afmælisbarni rænt.

    Nei, kannski var það nú ekki svo alvarlegt. En við afrekuðum þó að fá að hafa afmæliskaffi hérna fyrir hana Evu hans Hauks sem á fertugsafmæli í dag. Við vissum að hún ætlaði ekki að halda upp á afmælið fyrr en hún væri komin í nýju íbúðina sína eftir mánuð, svo við notuðum tækifærið og…

  • Íslenskt mál.

    Mikið finnst mér leiðinlegt að heyra fallega tungumálið okkar talað vitlaust. Nú er ég enginn íslenskufræðingur og lítt skólagengin og ætti því ekki að vera að setja út á hvernig aðrir fara með málið, en ég ann íslenskri tungu og reyni eftir megni að hafa hana sem réttasta og í minni bernsku var ég alltaf…

  • Dagur minninga.

    Sumir dagar minna svo rækilega á sig og koma af stað minningaflóði og alls konar atvik löngu liðinna ára streyma fram. Einn slíkur dagur var í dag því fyrir 43 árum, þ.e. árið 1964 gekk ég 18 ára gömul í hjónaband og mannsefnið var 19 ára. Ekki eina mínútu þeirra ára sem okkur voru gefin…

  • Nóg að gera.

    Já, eins og nýjustu færslur sýna þá hef ég bara haft nóg að gera síðustu daga, bæði í samkvæmislífinu og öðru.  Haukur er austur á landi þessa viku  svo ég var í dag að taka í gegn garðinn hjá mér, slá og vökva. Annars sér Haukur um þá hluti.