Author: Ragna

  • Haldið upp á 120 ár.

    Það er alltaf gaman að fara í gleðskap og að þessu sinni var haldið upp á 120 ár. Þau komu alla leið frá nyrstu Ameríku til þess að halda upp á þessi tímamót Ingunn og John og lögðu fram sín 60 árin hvort. Ég kvartaði yfir því um daginn að eiga ekki góða mynd af…

  • Saumaklúbbur í Sælukoti.

    Ég átti eftir að halda síðasta saumaklúbb vetrarins og það var ekki seinna vænna en að drífa það af fyrir Jónsmessu. Ég ákvað að halda klúbbinn í Sælukoti fyrst það var nú komið fram á mitt sumar, og heppnin var með okkur því þrátt fyrir mikil ferðalög á fólki á sumrin þá voru allar á suðvesturhorninu…

  • Það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja

    og ekki er betra að kenna gömlum konum að nota skynsemina. Í síðustu færslunni minni páraði ég niður allt sem ég hafði verið að áorka í kvennagöngu og dansi og var alveg rosalega ánægð með mig. Svo þegar 18. júní var runninn upp þá var eins og ég væri komin á hundraðasta aldursárið. Stirð og…

  • 16. og 17. júní á Selfossi.

    Það hefur verið svo mikið að gera í skemmtilegheitunum um helgina að í dag er maður bara að safna aftur kröftum.  Haukur hefur reyndar yfir svo miklum kröftum að ráða, að hann lagði af stað ásamt Bjarna bróður sínum austur á land eldsnemma í morgun. Fjörið byrjaði strax á laugardaginn þann 16. þegar ég tók…

  • Eigum öll

    Gleðilegan þjóðhátíðardag.

  • Til hamingju Ingunn mín og John

    Í dag á hún Ingunn mágkona mín, systir Odds heitins, 60 ára asfmæli og ég óska henni hjartanlega til hamingju með daginn.  Nú er hún í háloftunum ásamt John sínum, sem líka fagnar sömu tímamótum innan skamms, á hraðri leið heim til Íslands frá Bandaríkjunum þar sem þau búa nálægt Kanadísku landamærunum. En, þó hratt sé…

  • Litli Rafvirkinn.

    Hann Ragnar Fannberg á áreiðanlega eftir að verða einhverskonar rafmagnsmaður. Hann er svo heillaður af rafmagni og ljósum að hann byrjar alltaf á því að kanna þau mál þar sem hann kemur og undrunin og ánægjusvipurinn er alltaf jafn mikill þegar hann finnur slökkvara sem hann nær að kveikja á sjálfur.  Svona hefur hann verið…

  • Vinkonuhittingur.

    Í gærmorgun fór ég í enn einn tímann í sjúkraþjálfun til Reykjavíkur, en ég hef verið að fara í nokkra tíma hjá honum Jakobi sem ég var árum saman hjá í Reykjavík. Hann er nefnilega, hvað sem um aðra má segja BESTUR og ekki orð um það meir. Eftir tímann í gær hitti ég síðan Eddu Garðars…

  • Sumar í Árborg

    Við vorum árrisul í morgun því nú er sumar í Árborg. Þennan dag skiptir engu máli hvernig veðrið er þetta er dagurinn sem er SUMAR Í ÁRBORG. í dag er skýjað og um 10° hiti sem er svo sem ekki slæmt því það er alveg logn, sem sé skínandi veður. Við fórum gangandi hérna meðfram…

  • Hátíð hafsins – Sjómannadagurinn

    Við ákváðum að skreppa í bæinn í gær laugardag og kíkja á mannlífið og á Hátíð hafsins. Við byrjuðum á skemmtilegri uppákomu í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu en þar var í gangi getraunasamkeppni um gömlu sjómannalögin. Liðin voru tvö sem kepptu, Óafsfirðingar og Faxaflóabúar og þurftu þátttakendur að vita ýmislegt um sjómannalögin til þess að…