Author: Ragna

  • Einn sá albesti og sannur í þokkabót.

    Já nú ætla ég að segja ykkur sannan branda og hann er einn sá besti sem ég hef heyrt. Kannski finnst mér hann svona góður af því að persónurnar í brandaranum sögðu okkur hann sjálfar. Ég kunni samt ekki við annað en breyta nöfnunum á þeim og kalla þau bara Jón og Gunnu. Þetta gerðist…

  • Bernskuhugleiðingar um Klepp og sjúklingana þar.

    Kleppur hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga enda á staðurinn 100 ára afmæli um þessar mundir. Þar sem ég er gamall Kleppari, þ.e.alin upp í Kleppsholtinu, þá á ég margar minningar um þennan stað og fólkið sem þar dvaldi upp úr miðri síðustu öld. Það var svolítið sérstakt að alast upp svona nærri Kleppi…

  • Gaman, gaman

    Mikið var gaman um síðustu helgi að fá að hafa hana nöfnu sína í heimsókn alla helgina. Hún var þó ekki ein hjá ömmu því auðvitað fylgdi mamma með líka af því hún geymdi matarbirgðirnar. Þetta var eiginlega í fyrsta skiptið síðan Ragna Björk fæddist sem við höfum eitthvað getað verið með hana. Það munar…

  • Gott að ylja sér á hlýjum minningum.

    Það kemur sér vel núna að eiga hlýjar og ljúfar minningar til að ylja sér við þegar hitastigið rétt hangir í þremur gráðum og hávaðarok fylgir. Þessi mynd var tekin á ensku kaffihúsi í klukkutíma göngufjarlægð frá okkurá Tenerife, en þangað fórum við nokkrum sinnum til þess að fá gott kaffi og góðar kökur, en…

  • Myndirnar komnar inn.

    Þá eru myndirnar úr ferðinni okkar loksins komnar inn og ef ykkur langar til,  þá er hægt að skoða þær hér . Þær eru nokkuð margar og einfaldast að skoða þær sem Slideshow. Þá er hægt að stjórna stærð myndrammans og hversu lengi myndin á að birtast, allt frá 1 sekúndu.  Ég setti þetta nú inn holt og bolt og á…

  • Halló, halló

    Þá er ég nú komin heim í íslenska vorið úr algjörri Paradís á Tenerife þar sem allt er í blóma, veðrið alltaf í svona 24 gráðum og aldrei rignir. Þetta með rigninguna er svolítð sérstakt. Það var stundum skýjað en skýin safnast saman yfir háu fjöllunum og þar kemur regnið niður en þarna á suðurhlutanum…

  • Heyrumst betur seinna.

    Nú ætla ég að slökkva á tölvunni minni og reyna að komast af án hennar þangað til um miðjan maí. Vonandi held ég það út en ég veit alveg að ég fæ fráhvarfseinkenni og hugsa látlaust til ykkar kæru netvinir. Stundum þarf maður bara að beita sig hörðu.  Kannski stelst ég nú til að kommentera…

  • Innilega til hamingju Svanfríður, Bert og Eyjólfur

    Guðlaug Hestnes ég óska ykkur ömmu og afa líka innilega til hamingju. Þakka þér fyrir að leggja í orðabelginn og segja okkur fréttirnar.  3.815gr. fínn strákur.   Ég skil vel að margar tilfinningar brjótist um í brjósti þér í dag. Mér fannst nógu erfitt að vera á Selfossi þegar yngri dóttirin var að fæða í Reykjavík,…

  • Bannað að hlæja, ha,ha,.ha.ha

    Þetta myndband  var ég að fá sent  áðan og ætla að leyfa ykkur að sjá líka.  Auðvitað er mjög skammarlegt að hlæja að þessu og í raun ekki leyfilegt en maður má nú brosa út í annað.

  • Aftur um tæknina

    og nú langar mig ekki til að vera með. Ég las það í fréttablaðinu í morgun að nú fengjust heitir pottar með innbyggðum tölvum og ekki nóg með það, þeir eru líka með sjónvarpsskjám, DVD spilurum og heimabíói frá þekktum framleiðendum. Svo er hægt að fá fjarstýringar með pottinum og rúsínan í pylsuendanum er, að…