Author: Ragna

  • Það var eitt

    sem ég fylgdist með af miklum áhuga Kringlunni á laugardaginn þangað til ég var dregin í burtu. Það var verið að sýna nýju ryksuguna sem ryksugar sjálf og á svo sjálf að fara í hleðslutækið þegar hún hefur lokið verkinu. Mér fannst hvílíkt spennandi að fylgjast með þessu fyrirbæri. Búið var að girða af svæði…

  • Næsta röð afmælisbarna

    Þrjú frændsystkin dætra minna eiga afmæli í dag og í gær.  Það eru þau Pétur, sem er fyrsta barnabarn tengdamömmu fæddur 1970 og Heiður sem er fædd 1987, en þau áttu afmæli í gær og svo er það hann Unnsteinn okkar sem er fæddur 1986, en hann á afmæli í dag.  ég óska afmælisbörnunum innilega…

  • Gleraugu í röngum umbúðum.

    Við skruppum í bæjarferð í dag þrír ættliðir, Amma, Guðbjörg og Karlotta. Amma var voða spennt að sækja tvenn ný gleraugu, sem áttu að vera tilbúin í Kringlunni. Fyrir nokkru kom nefnilega tilboð frá Gigtarfélaginu með gleraugnaávísun upp á 24.000 krónur og  það munar um minna.  Það var því drifið í að endurnýja gömlu gleraugun og nú…

  • Hvílíkt og annað eins?

    Pakka niður í ferðatösku – Humm, kannski ekki það rétta?  Sagði ekki einhver að það gæti verið kalt á kvöldin?  Þá passar þetta ekki , allt of mikið af hýjalíni – Taka upp úr ferðatösku – snúast í hringi – Pakka aftur niður í ferðatösku, einhverju hlýju í þetta skiptið  – Úps,  allt of mikið komið í töskuna. Byrja upp…

  • Gengið mót sumri og fyrsta brosið.

    Ég varð heldur en ekki hissa og glöð þegar ég kom heim í Sóltúnið seinnipartinn í gær. Ég vissi að Selfoss barnabörnin mín yrðu komin því ég átti von á þeim. Ég átti hinsvegar ekki von á því að Ragnar Fannberg kæmi labbandi á móti mér og sá var aldeilis rogginn að vera búinn að ná…

  • Blessað sumarið komið með sól í heiði.

      Gleðilegt sumarkæru ættingjar og vinir nær og fjærog þakka ykkur fyrir öll góðu samskiptin í vetur.

  • Er hægt að hugsa sér nokkuð skemmtilegra ……

    Ekki hafði hann nú nein slæm áhrif á mig eða mína, föstudagurinn  þrettándi enda hef ég svo sem aldrei þurft að hafa áhyggjur af slíkum dögum sem hafa bara komið og farið án þess að skilja eftir sig spor. Helgin var bara ágæt. Haukur kom í síðasta vaktafríið sitt á laugardaginn og á sunnudaginn komu…

  • Föstudagurinn þrettándi.

     Ætli það sé ekki bara öruggast að sleppa færslum í dag.  Annars ér ég sko ekkert hjátrúafull – eða þannig. Það sem bókin mín góða býður uppá fyrir þessa helgi er kannski táknrænt fyrir þennan föstudag: "Hjarta minn, haltu þig heima sem mest;og hvílstu; því heima er best." Með þessum orðum óska ég ykkur góðrar helgar. …

  • Tannlæknir og fleira.

    Það verður að gegna kallinu þegar tannlæknirinn boðar mann til sín í eftirlit svo ég dreif mig í slíka heimsókn í dag. Ég var heppin að þurfa sem betur fer ekkert að koma aftur til frekari aðgerða, bara mæta aftur á sama tíma á næsta ári.  Eftir tannlæknisheimsóknina fór ég og heimsótti þær mæðgur Sigurrós…

  • Maður má svo sannarlega skammast sín.

    Ég vissi að það myndi borga sig að loka á fjárans fataleppana.   Það opnaði nefnilega augu mín fyrir þeirri staðreynd að ég ætti bara að skammast mín fyrir að hafa haft orð á  því í gær, að ég ætti svo mikið af fötum – reyndar bæði gömlum og eldgömlum, að ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð.  Ekki…