Author: Ragna

  • Hvað skal til bragðs taka?

    Ég ákvað strax í morgun að í dag skyldi ég fara í gegnum sumar-og-sólar fötin mín og finna út hvað ég á af slíku sem ég kemst ennþá í og hvað ég ætla að hafa með mér í fyrirhugaða ferð í sólina. Ég náði í tröppuna í bílskúrinn og prikaði svo herlegheitin niður úr efstu hillunum…

  • Fyrsta heimsóknin.

    Þá eru páskarnir að baki, Haukur farinn í sína næst síðustu vinnusyrpu og allt að falla í sinn venjulega farveg. Þetta voru góðir dagar í alla staði.  Hún nafna mín Ragna Björk kom á páskadag í sína fyrstu heimsókn til ömmu og afa á Selfossi, ásamt mömmu, pabba og Jens afa og síðan komu þau Guðbjörg, Magnús…

  • Afmælisbarn dagsins

    er hann Magnús Már tengdasonur minn. Ég óska honum innilega til hamingju með daginn um leið og ég þakka honum fyrir hvað hann er alltaf góður við tengdó.  Þau Magnús og Guðbjörg voru að koma heim í gær frá höfuðstað Norðurlandsins þar sem þau hafa verið í dekri í mat og drykk hjá foreldrum Magnúsar og fjölskyldu…

  • Er ég eitthvað ofurviðkvæm eða …..

    Ég verð bara að segja það sem friðsamur Íslendingur, að ég kann ekki að meta þennan humor sem þessi bandaríski prófessor setur fram í þessari grein.

  • Gleðilega páska.

    Ég stóð við það að hafa það bara notalegt í dag fyrir utan það að þurfa að skreppa aðeins út að versla. Það var sama brjálæðið bæði í Bónus og Nóatúni eins og á miðvikudaginn  Raðir eftir að komast að kassa til að borga fyrir herlegheitin náðu í Bónus nærri því inn að mjólkurkæli sem…

  • Frönsk stemning.

    Já, það var svona frönsk stemning hjá okkur í dag á föstudaginn langa, með Evu og Borghildi dætrum Hauks og Leonoru afastelpu sem komu til okkar í hádegismat.  þegar ég tala um franska stemningu þá hef ég í huga svona stemningu þegar setið er lengi við matarborðið og spjallað saman og enginn er að flýta sér.  …

  • Hláturinn lengir lífið !

    Haukur kom austur í gærkvöldi úr sinni þriðju síðustu vinnusyrpu. Nú á hann sem sé aðeins eftir að vinna í tvær og þá er hann orðinn frjáls eins og fuglinn enda ætlar hann að halda upp á það með því að fljúga beinustu leið þangað sem sólin skín og blómin eru í fullum skrúða. Auðvitað…

  • Tæknin frábær.

    Ég heyrði það í hádegisfréttunum að nú sé hægt að græða nýtt leg í konur, sem af einhverjum ástæðum hafa þurft að láta fjarlægja leg sitt. Þessar fréttir snertu mig talsvert og ég hugsaði til baka til þess tíma þegar fjarlægja þurfti mitt leg þegar ég var rétt rúmlega þrítug og nýbúin að eignast mitt annað…

  • Ekki lengur læst með lykli og falið í skúffu.

    Fólk segir stundum við mig "Þú ert alltaf að blogga!". Ég verð alltaf hálf vandræðaleg því mér finnst að þeir sem blogga  og geta kallast bloggarar hafi eitthvað meira og merkilegra að segja, eitthvað sem á erindi til sem flestra og hefur meira vægi heldur en  þessi fátæklegu orð sem ég set í dagbókina mína.  Mér…

  • Njótum hvers dags.

    Ég tók daginn snemma og mætti með Jazzinn í smurning klukkan 9 í morgun. Hann hefur ekkert verið að stríða mér með frekara rafmagnsleysi og vandamálið í vikunni því hið dularfyllsta mál. Ég var svo að byrja að þrífa hjá mér eftir hádegið þegar hringt var og spurt hvort ungur herra mætti aðeins koma í…