Author: Ragna

  • Góður dagur i safnið.

    Það var yndislega fallegt veður hér sunnan heiða í gærdag. Haukur dreif sig upp á Hellisheiði á skíði  en ég fór heldur lengra því ég átti erindi í bæinn. En mikið var fallegt að aka yfir Hellisheiðina í þetta sinn. Sólin skein á snjóbreiðuna sem var eins og þeyttum rjóma hefði verið sprautað yfir allt. …

  • Á Selfossi.

    Það er af Jazzinum mínum að segja að hann er að hressast eins og eigandinn. Þeir komu hérna galvaskir Haukur og Stefán nágranni með startkapal eftir að Haukur var búinn að sitja í góðu yfirlæti í kaffi hjá náfrannahjónunum okkar í langan tíma. Í annarri tilraun hrökk Jazzinn í gang og var látinn mala hérna…

  • Hvað er í gangi?

    Ég var óvenju hress þegar ég vaknaði í morgun.  Sterarnir eru greinilega farnir að virka. Nú þarf ég bara að trappa mig niður á þeim á viku og þá verður vonandi allt orðið mjög gott.   það var ekki sömu sögu að segja um elsku Jazzinn minn því hann virðist vera eitthvað mikið lasinn í…

  • TIL HAMINGJU RAGNAR FANNBERG.

    Enn er tilefni til að gleðjast og ég hlýt að vera hamingjusamasta amma sem til er og ég nýt þess út í ystu æsar.   Ja hvað tíminn líður hratt. Það er eins og gerst hafi í gær að þessi litli gleðigjafi kom í heiminn. Amma er nú svo heppin að hitta hann nánast daglega og alltaf er stutt…

  • Litla ömmustúlkan skírð í dag.

    Ég hef verið í Reykjavík síðan á miðvikudagsmorgun og kom heim í kvöld.  Ég ætla ekki að eyða einu orði á það sem ég var að bralla í bænum þennan tíma,  fyrir utan það sem gerðist í dag því ekkert jafnast á við það. Litla yndislega ömmustelpan mín var skírð í dag heima hjá ömmu…

  • Afmæliskveðja – og veðrið, nema hvað.

    Fyrst óska ég Guðbjörgu, frumburði mínum , hjartanlega til hamingju með afmælið. Þó árin séu orðin nokkuð mörg, þá man ég það eins og gerst hafi í gær, þegar ég eignaðist hana á Fæðingarheimilinu í Reykjaví hjá Huldu Jensdóttur. Það var yndislegt að geta fengið að fæða á þeim stað og það var dekrað við mann þar til…

  • Karlotta ömmustelpan mín er 10 ára í dag.

    Hún fær mínar allra bestu afmælisóskir á þessum sólskinsdegi. Annars héldu Þau Karlotta, Guðbjörg, sem á afmæli á morgun og nafni minn Ragnar Fannberg sem á afmæli 26. mars saman upp á afmælin sín í gær. Við sem vorum á Árborgarsvæðinu og ekki þurftum að halda yfir ófæra Hellisheiðina, létum okkur ekki vanta í veisluhöldin. Að venju…

  • Litla yndislega stúlkan í Arnarsmáranum heimsótt.

    Ég var í Arnarsmáranum í dag. Haukur fór í bæinn til þess að vera í kosningapartíi hjá Alcan.  Mér var reyndar boðið lika en datt ekki í hug að sitja þar hóstandi eins og mæðuveik rolla,svo ég kaus að vera hjá Sigurrós, Jóa og litlu prinsessunni á meðan.  það var líka langþráð að fá að vera…

  • Enn að berjast.

    Þessi kvefpest sem ég fékk í byrjun febrúar er að verða dálítið þreytandi svo ekki sé meira sagt.  Ég fékk nú ekki mikið yfir 38 stiga hita en er búin að vera svo ferlega slöpp. Kvefið situr ennþá eins og veggur niðri í mér og við það að reyna að hósta þessu upp þá fer…

  • Aðeins meira.

    Það héldu okkur Guðbjörgu engin bönd í dag og strax og færi gafst þá brunuðum við í bæinn og nú megið þið geta þrisvar hvert erindið var. Úr því að þið gefist upp á að geta, þá fórum við í Kópavoginn. Nánar tiltekið fórum við auðvitað til Sigurrósar og Jóa að skoða betur litlu prinsessuna,…