Author: Ragna

  • Óvæntur glaðningur – yndisleg dama leit dagsins ljós.

    Lítil dama bættist við í ömmubarnahópinn minn í gær þegar Sigurrós ól dóttur, 50 cm og 14,5 merkur.  Það má segja að þetta hafi verið óvæntur glaðningur því enginn átti von á henni þessa helgina. Ég hef hinsvegar þá trú að henni hafi þótt dagsetningin svo fín að hún hafi flýtt för. 10-03-07. Það sem ég vissi af…

  • Ekki gefast upp á mér.

    Það kæmi mér ekki á óvart að þið væruð um það bil að gefast upp á mér því ég hef verið svo léleg í blogginu.  Vonandi verð ég dugleg um helgina og set eitthvað inn. Ég óska eftir uppskrift að krafti og andagift ef einhver lumar á slíku. Heyrumst um helgina.

  • Inn á gafl.

    Póstforritið hjá mér er þannig að ruslpóstur merkist sem betur fer sjálfkrafa blárri ruslafötu og fer í "junk". Ég get síðan, áður en ég eyði þeim pósti rennt augunum yfir síðuna án þess að opna neitt, ef ske kynni að einhver póstur sem ég hef ekki átt von á en vil fá, hefur óvart farið…

  • Laugardagur til lukku.

    Ég ætlaði að vera svo rosalega dugleg í dag, því á meðan ég var lasin gerði ég bókstaflega ekki neitt.  En maður á aldrei að ákveða fyrirfram að ætla að vera svaka duglegur þegar maður vaknar því þá er vísast að maður nenni engu þegar til kemur og það sannaðist á mig í dag.  Ég vaknaði nú…

  • HLAKKA MIKIÐ TIL.

    Nú er ég í tilhlökkunargír. Fyrst hlakka ég auðvitað mikið til komu nýja barnabarnsins sem á að fæðast um miðjan mánuðinn. Síðan lagðist ég yfir það í tölvunni að leita að heppilegri ferð fyrir okkur gamla fólkið út í heim í vor. Staðurinn þarf að vera fallegur með góðu veðri þar sem hægt er að…

  • Magnað sólarlag í kvöld.

    Mér brá þegar ég leit út um stofugluggann í kvöld um klukkan sjö og sá hvernig himininn leit út. Það er best að hver dæmi fyrir sig, en ég verð að játa að mér fannst þetta hálf óhugnanlegt.

  • Hugsæti

    Mikið rakst ég á skemmtilega klausu í Fréttablaðinu s.l. sunnudag en þar skrifar Njörður P. Njarðvík um íslenskt mál. Yfirskriftin er Hljóðfæri hugans.  Þar greinir hann frá því að hafa fundið upp nýyrðið hugsæti. Merking orðsins er sú að einhver tiltekinn eigi hjá manni hugsæti og hann segir að sér þyki vænt um að eiga…

  • Baðferðin eftirminnilega.

    Ég var að kíkja yfir dagbókarfærslurnar mínar þegar ég sá að ég birti aldrei þessa færslu svo ég skelli henni bara á ykkur núna þó nokkuð sé um liðið síðan þetta gerðist.   Ég sagði ykkur frá raunum mínum á ljósastofunni um daginn. Núna hef ég sem betur fer fengið skýringu á þeim vandræðagangi mínum, því þegar ég…

  • Eftirvæntingin eykst.

    Nú er bara rúmur hálfur mánuður þangað til barn Sigurrósar og Jóa á að fæðast.  Ég var því fegin á föstudaginn að vera orðin mun betri af flensunni og gat farið með Guðbjörgu, Karlottu og Ragnari í bæinn, en Guðbjörg var að fara með fullt af barnafötum og öðru sem hún er að lána systur sinni. Hún…

  • Lítið bloggað hér á bæ undanfarið.

    Ég er búin að vera með einhverja fjárans pest svo lengi, eða mér finnst það lengi í 11 daga. Stundum vildi ég bara að ég fengi almennilegan hita í tvo til þrjá daga og fari svo að smá lagast en ég fæ sjaldan háan hita. Það er frekar svona eins og núna að ég er búin að vera með…