Author: Ragna

  • Konudagur.

    Haukur var rétt ófarinn í bæinn í dag þegar hann sagðist aðeins þurfa að skreppa frá og eftir nokkra stund birtist hann með  svo fallegan blómvönd handa mér og gjafakort á matsölustað og í klippingu. Hann vildi ekki að ég missti af konudagsblómunum  þó hann væri farinn í bæinn að vinna. Til hamingju með daginn…

  • Helgarkveðja frá Lasarusi

    Ég hef verið hálfgerður Lasarus eins og fleiri, megnið af vikunni og því ekkert sett inn á bloggið mitt. Ég vona að eftir helgina verði ég komin í betra stand og komi þá tvíefld til baka. Af því nú er helgin framundan þá fletti ég upp í hamingjubókinni og helgarnestið að þessu sinni er: Gefðu…

  • Með vor í hjarta á föstudegi í febrúar.

    Það var fallegur dagur i dag. Hitinn var um frostmark, sólin skein og það var alveg logn. Ég ákvað að opna úr þvottahúsinu og út á pallinn, síðan sótti ég mér stól og settist í gættina. Það var yndislegt að láta sólargeislana leika um sig og vita að í hverjum þeirra væri ögn af því…

  • Staðfestingin.

    "Sko þetta vissi ég" sagði Haukur þar sem hann sat og las Moggann við morgunverðarborðið í gærmorgun. Í Mogganum á bls. 23 blasti við stór fyrirsögn "Hófleg áfengisneysla gegn gigt". Fyrsta málsgreinin er þannig: "Heilsusamleg áhrif hóflegrar áfengisneyslu geta náð til ákveðinnar tegundar gigtar, að því er ný ransókn sýnir. Þetta kemur fram á vef Daily…

  • Montin amma.

    Ég las um það í dag að skólar á suðurlandi hefðu verið neðarlega í samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar. Ég er þeim mun montnari af henni Karlottu minni sem fékk háar einkunnir í öllu og m.a. 10 í öllum þáttum stærðfræðiprófsins.  Ég frétti svo í gegnum hana Sigurrós sem einnig kennir 4. bekk, að…

  • Við höfum það misgott.

    Haukur er búinn að vera í svo miklu skreppstuði í þessu fríi og í gær ákvað hann að við færum aftur í óvissuferð. Við ókum í svona hálftíma og vorum þá komin í Þorlákshöfn. Einhverra hluta vegna virðist alltaf vera jafn dapurlegt umhverfið í Þorlákshöfn. Það er reyndar búið að færa veginn svo nú er…

  • Góður sunnudagur.

    Fyrsti viðkomustaður í sunnudagsbíltúrnum okkar í dag var í bústaðnum hjá systur minni og mági.  Hún tók ekki annað í mál en að baka pönnukökur og þeyta rjóma handa gestunum sem nutu vel í fallegu umhverfinu.   Sólin var orðin lágt á lofti þegar við komum aftur á Selfosshér sést hún aðeins kyssa Ölfusána.    Við fórum…

  • Ökuníðingur á ferð – annars allt rólegt.

    Það eru nú ekki merkileg skrifin mín í dag svo í bónus þá ætla ég að benda ykkur á pistilinn hennar Guðbjargar minnar um það sem þau Magnús Már urðu vitni að í umferðinni yfir heiðina í gær. Pistillinn er hér Það hefur allt verið í mestu rólegheitum hér á bæ það sem af er helginni. Sigurrós mín…

  • Ótrúlegt hugmyndaflug.

    Ég var með þessa þrjá herramenn daglangt í heimsókn hjá mér í dag,þá Odd Vilberg, Ragnar Fannberg og Dag Snæ.     Þegar sá minnsti fékk sér lúr um miðjan daginn gaf ég hinum tveimur að drekka. Eftirfarandi samtali varð amma vitni að þar sem þeir sátu við kaffiborðið: "Oddur, veistu að það var einu sinni maður…

  • Að ná sér niður.

    Ég er svo gjörsamlega að fara á taugum yfir því að horfa á leik Íslendinga og Dana að ég bara varð að skríða í tölvuskápinn og  þori ekki að kíkja fram næstu mínúturnar.  Þó ég sé ein heima þá æsi ég mig hvílíkt þegar ég horfi á svona leiki að það er bara stórhættulegt.  Ég…