Author: Ragna

  • Annað hvort /eða.

    Já það má nú segja að það er annað hvort /eða hjá mér. það er svona almennt búið að vera mjög rólegt í kringum mig í vetur en það var sko nóg að gera um helgina. Á laugardaginn fórum við í bæinn og hittum á Austurbrúninni Bojskovbúana, fjölskyldu dóttur Hauks, sem býr á Jótlandi og…

  • Seint að vori – snemma að hausti.

    Ég skrapp til Reykjavíkur í dag til þess að hitta tvær vinkonur mínar þær Ingunni og Birgit. Birgit hringdi í fyrradag og sagði að nú ættum við að hittast á föstudagsmorguninn. Hún sagðist vera búin að skoða veðurspána og sæi ekki að ég hefði neina afsökun fyrir því að koma ekki því það væri sumarfærð.…

  • Ótrúlega fallegt.

    Ég var agndofa yfir því hvað himininn var fallegur þegar ég var að koma heim úr vatnsleikfiminni um klukkan 17:00 í gær og mátti til með að fara út á pallinn og taka myndir. Það var eins og hraun rynni eftir göngustígnum.

  • Á Kanarí – eða hvað?

    Gamla konan hefur verið slæm af gigt og einhverjum vesaldómi í vetur. Sjúkraþjálfarinn benti henni á að fara í nokkra ljósatíma því hitinn myndi vera svo góður fyrir hana. Hún var á báðum áttum því húðsjúkdómalæknir hefur skipað hana í áhættuhóp og bannað henni að fara í ljósabekki vegna gamals sólbruna, sem hún varð fyrir uppi…

  • Svona gengur nú ……..

    Karlotta mín var illa haldin í ökklanum sínum á laugardaginn og af því að hún þarf að fara upp stiga í rúmið sitt, sem er hátt og skrifborð undir, þá  kom auðvitað ekki til greina að hún svæfi í því  og ákveðið var að Oddur færi úr rúmi fyrir stóru systur.  Amma var fljót að nota…

  • Bóndadagur 11°frost og vindur.

    Þá er nú Þorri karlinn genginn í garð og gustar um hann að vanda. Í tilefni af bóndadeginum þá óska ég vitaskuld öllum húsbændum til hamingju með daginn. Bóndi minn fékk nú enga sérstaka meðhöndlun á þessum bóndadegi. Hann svaf af sér morgunverðinn því hann var að undirbúa sig fyrir næturvakt í nótt og pönnukökurnar…

  • Haframjöl ???

    Fyrir viku las ég fyrirsögn í einu af dagblöðunum okkar. Fyrirsögnin hljóðaði svo: "Haframjölið vinsælla en sandur" Greininni fylgdi m.a. mynd þar sem börn sátu á gólfinu fyrir framan bala sem þau voru að moka úr. Undir myndinni stendur: "Haframjöl er miklu hollara en sandur." Það runnu á mig tvær grímur og ég velti því…

  • Snjór og birta.

    Mikið er nú yndislegt að fá snjóinn. Þetta get ég sagt núna þegar búið er að moka svo fínt götuna hjá okkur og ekki bara hjá okkur heldur um allan bæ. Svona leit út á pallinum hjá mér á sunnudaginn. Við Haukur skruppum svo í bíltúr í dag, rétt um sólsetur, og fórum á Eyrarbakka og…

  • Vefjagigtin leiðinleg, en meðferðin í gær yndisleg.

    Ég hef verið haldin ótrúlegu orkuleysi og gigtarverkjum í nokkurn tíma og svefninn í miklum ólestri. Ég hef því ekki látið mikið að mér kveða hérna á síðunni minni. það er nú svo sem ekki eins og þetta sé eitthvað sem kemur mér að óvörum og ég hafi ekki kynnst fyrr, en það er jafn…

  • Jólin að baki og mál að snúa til hollara lífernis.

    Nú er komið fram yfir miðnætti þann 6. janúar 2007 og því hægt að segja að jólin hafi verið kvödd að þessu sinni. Enn má þó heyra sprengingar úti fyrir. Það er greinilegt að talsvert er til af púðrinu ennþá hjá sumum. Við Haukur vorum í mat í kvöld hjá Guðbjörgu, Magnúsi Má og krökkunum.…